Flýja heimkynni sín vegna borgarastyrjaldar

Deila

- Auglýsing -

Hljómsveitin Flavor Fox hefur sent frá sér nýtt lag sem ber titilinn „Coroner.”

Með laginu fylgir tónlistarmyndband sem Atli Þór Einarsson kvikmyndagerðarmaður framleiddi og leikstýrði. Coroner fjallar um örlög flóttamanna sem flýja heimkynni sín vegna borgarastyrjaldar.

Hljómsveitina skipa Stefán Laxdal sem er forsprakki sveitarinnar Ottoman, Ævar Örn Sigurðsson úr sveitinni Zhrine og Höskuldur Eiríksson úr sveitinni Godchilla. Flavor Fox er nokkuð nýtt band og gáfu þeir út sitt fyrsta lag „Pouring Rain” í byrjum sumars.

Hljómsveitin segist ekki binda sig við ákveðna stefnu en telur að Progressive Pop lýsi þeim vel.

- Advertisement -

Athugasemdir