2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gaf út sitt fyrsta lag tíu ára

Tónlistarmaðurinn Guðjón Böðvarsson eða Gud Jon eins og hann kallar sig, var að senda frá sér fimm laga EP-plötu (stuttskífu) sem ber heitið Holmgang.

Platan er öll tekin upp í Family Day Recordins Studio, á lítilli eyju rétt hjá Noregi. „Það búa mjög fáir á eyjunni og lítið símasamband,“ segir Guðjón spurður út í staðsetninguna. „Fullkomið til að taka upp í ró og næði.”

Guðjón sem gaf út sitt fyrsta lag aðeins tíu ára er búsettur í London þar sem hann vinnur að tónlist sinni. Um síðustu jól sendi kappinn frá sér jólalagið You remind me og var það tekið upp í hinu víðfræga hljóðveri Abbey Road. Lögin eru frekar ólík innbyrðis en platan sjálf í afslappaðri kantinum, að sögn Guðjóns. Hægt er að hlusta á hana á öllum helstu streymisveitum og á Albumm.is.

Lestu meira

Annað áhugavert efni