• Orðrómur

Gaf út sitt fyrsta lag tíu ára

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Guðjón Böðvarsson eða Gud Jon eins og hann kallar sig, var að senda frá sér fimm laga EP-plötu (stuttskífu) sem ber heitið Holmgang.

Platan er öll tekin upp í Family Day Recordins Studio, á lítilli eyju rétt hjá Noregi. „Það búa mjög fáir á eyjunni og lítið símasamband,“ segir Guðjón spurður út í staðsetninguna. „Fullkomið til að taka upp í ró og næði.”

Guðjón sem gaf út sitt fyrsta lag aðeins tíu ára er búsettur í London þar sem hann vinnur að tónlist sinni. Um síðustu jól sendi kappinn frá sér jólalagið You remind me og var það tekið upp í hinu víðfræga hljóðveri Abbey Road. Lögin eru frekar ólík innbyrðis en platan sjálf í afslappaðri kantinum, að sögn Guðjóns. Hægt er að hlusta á hana á öllum helstu streymisveitum og á Albumm.is.

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Magnús stýrir brekkusöngnum í ár

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins frá Selfossi mun stýra Brekkusöngnum í Herjólfsdal sunnudagskvöldið 1. ágúst.Magnús...

Nýtt í dag

Snautlegasta framboðið

Sjálfstæðismenn hafda nú kynnt lista sinn í Norðvesturkjördæmi þar sem bændahöfðinginn og þingmaðurinn, Haraldur Benediktsson, situr í...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -