2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gleyma ekki undirstöðunni

Canals er nýútgefin EP-plata frá hljómsveitinni PORT og er önnur þröngskífan sem sveitin gefur út og fylgir þar eftir Night Music eftir sem kom út í september síðastliðnum.

Platan var tekin upp og hljóðblönduð í Amsterdam í september 2018 af Andra Viðari Haraldssyni, forsprakka hljómsveitarinnar ásamt Hannesi Má Hávarðarsyni sem prodúsaði plötuna með Andra.

Tónlistin á Canals eru hljóðgerlar og lo-fi mínímalískar tökur, sem eru einkennandi á Night Music, en einnig lifandi flutning hljóðfæra. Á þessari plötu hefur PORT dregið sig yfir í meiri hljómsveitarbúning án þess að gleyma undirstöðunni sem fyrirfinnst á fyrri verkum. PORT hefur byggst á DIY-nálgun (gerðu það sjálfur).

Sveitin er komin langleiðina með að semja efni á sína fyrstu plötu í fullri lengd og áætlað að hefja tökur á plötunni í október næstkomandi. PORT mun koma fram á Hátíðni 2019 og Norðanpaunki 2019.

AUGLÝSING


 

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni