Þriðjudagur 18. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Gulldrengirnir í September senda frá sér Nobody Knows

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eyþór Úlfar Þórisson og Andri Þór Jónsson skipa teymið September sem hefur gegnum tíðina unnið með fjölmörgum listamönnum, meðal annars Steinari, Jóni Jónssyni, söngkonunni og lagahöfundinum RAVEN, Tómasi Welding og nú síðast engri annarri en Birgittu Haukdal. 

 

Þeir ákváðu þó núna að stíga í framlínuna og syngur Eyþór sjálfur lagið, sem kallast Nobody Knows og kom út fyrir skömmu. Auk þess að mynda teymið September þá vinna þeir Eyþór og Andri einnig með öðrum listamönnum, bæði saman og í sitt hvoru lagi, meðal annars með Töru Mobee sem tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrr á þessu ári.

Eyþór syngur lagið Nobody Knows.

Andri hefur sjálfur unnið með tónlistarmanninum Birgi sem hefur gengið gríðarlega vel að ná út fyrir landsteinana á streymisveitum, sérstaklega með laginu Can You Feel It sem hann hlaut nýverið platínuspilun fyrir, en þegar þetta er skrifað er lagið að detta í 15 milljón spilanir á Spotify.

Við samantekt á öllum lögum sem Andri og Eyþór hafa komið að, þá hafa þau lög samtals fengið um 22 milljónir streyma á Spotify. Það er því viðeigandi að tala um gullfingur, allavega þegar kemur að tónlist á streymisveitum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -