Kominn tími til að spila nýju lögin

Mugison í Bæjarbíói.

„Eitt af áramótaheitunum var að spila oftar með hljómsveitinni, til hvers að vera með bestu hljómsveit í heimi ef hún spilar ekkert opinberlega? Það er náttúrlega bara rugl. Svo er ég búinn að semja slatta nýjum lögum á íslensku sem við þurfum að fá að spila fyrir ykkur sem allra allra fyrst, hananú.“

Þetta segir tónlistarmaðurinn Mugison sem ætlar að blása til heljarinnar tónleika í Bæjarbíói, í kvöld, laugardaginn 30. mars.

Hægt er að nálgast miða á Tix.is, en tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni