Oscar Leone með nýtt lag

Deila

- Auglýsing -

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Oscar Leone var að senda frá sér glænýtt lag sem nefnist Lion.

Oscar Leone, eða Pétur Óskar eins og hann heitir réttu nafni, hefur verið ansi iðinn að undanförnu en áður hefur hann sent frá sér lögin Take the seasons og Superstar.

Hann hefur líka leikið í kvikmyndum bæði hér heima og erlendis og kannast eflaust einhverjir við kappann úr glæpaseríunni Ófærð 2. Hægt er að hlýða á lagið Lion á Albumm.is

- Advertisement -

Athugasemdir