Þriðjudagur 3. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Mamma faldi Eminem-plötuna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jakob Valby, Alexander Gabríel og Danni Croax skipa hljómsveitina Valby Bræður. Félagarnir hafa verið áberandi í rappsenunni í gegnum árin og voru að senda frá sér sína fyrstu plötu, sem kallast einfaldlega Valby Bræður.

 

„Ef við ættum að lýsa plötunni í einni setningu myndum við segja „original instant classic“, það dugir ekkert minna,“ útskýrir Jakob og segir að þeir hafi alla tíð gefið öll sín lög jafnóðum út á YouTube en séu aðeins að breyta um taktík þessa daganna. „Þetta er okkar fyrsta plata í fullri lengd og er hún búin að vera mjög lengi í vinnslu. Sem dæmi var Alex lengi að vinna textann við lagið Fer Upp, sem er nýjasta lag plötunnar. Þar segir hann: „Ég er tuttugu og sex, tjillandi það er ekkert stress, barnastjarna er ekki Alex, þá væri Gangsta rapp búið að segja bless.“ En Alexander er 28 ára í dag og var því tvö ár að vinna textann.

Bræðurnir Jakob og Alexander byrjuðu snemma að hlusta á rapp eða í kringum 2000, þá bara ungir drengir í Danmörku þar sem þeir bjuggu. „Við byrjuðum ábyggilega fyrst að hlusta á El Ron Harald á kasettu sem er frekar mikið danskt „hillbilly“-rapp en með góðan húmor engu að síður. Danskt rapp hefur nefnilega veitt okkur mikinn innblástur alla tíða; þar má helst nefna Marwan, Troo L.s, Suspekt; L.O.C og Niarn, en af nýrri artistum má nefna Sivas, MellemFingaMusik og Gilli. Síðan uppgötvuðum við Tupac og svoleiðis klassískt rapp og fyrstu Eminem-plötuna. Mamma var reyndar alls ekki hrifin af því að heyra henni blastað heima og faldi geisladiskinn að lokum fyrir okkur,“ rifjar Jakob upp og hlær.

Stuttu seinna eftir að bræðurnir fóru sjálfir að skrifa texta og „freestyla“ byrjaði Jakob í sinni fyrstu rapphljómsveit, Rap Hvad Du Kan. Í kringum 2002 flutti Alex heim til Íslands 12 ára gamall og Jakob fylgdi í kjölfarið fjórum árum síðar. Eftir að bræðurnir sameinuðust á nýjan leik stofnuðu þeir Valby Bræður sem hét í fyrstu Viking Republic. „Fólki fannst mjög sérkennilegt að bandið væri með enskt nafn þar sem við vorum að rappa á íslensku,“ segir Jakob. „Seinna festist svo Valby Bræðra nafnið við okkur, eftir að fólk fór að kalla okkur það í bænum.“

„Með hliðsjón af því sem maður heyrir er greinilegt að senan er á uppleið og alltaf að verða fjölbreyttari. Hvort við fílum svo allt sem er vinsælt er önnur saga.“

Nú er rappsenan á Íslandi í miklum blóma. Hvert haldið þið að hún sé að stefna? „Við Alexander erum aðallega að hlusta á tónlistina sem við erum sjálfir að gera og vinna í og svo heyrir maður oft í útvarpinu það helsta sem er í gangi. Með hliðsjón af því sem maður heyrir er greinilegt að senan er á uppleið og alltaf að verða fjölbreyttari. Hvort við fílum svo allt sem er vinsælt er önnur saga.“

Spurður í lokin hvað sé fram undan svarar Jakob að þeir Valby Bræður ætli að gefa út einn eða tvo „síngúla“ fyrir jól. „Við erum líka byrjaðir að vinna að næstu plötu sem kemur út vonandi snemma á næsta ári. Eitt er a.m.k. víst að það verður ekki jafnlöng bið í næsta verkefni frá okkur,“ segir hann og bendir lesendum á að kíkja á plötuna Valby Bræður en hana er hægt að nálgast á Laugarásvape, Macland við Laugaveg, í versluninni Lucky Records við Hlemm og á Spotify.“

- Auglýsing -

Texti / Sigrún Guðjohnsen

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -