Miðvikudagur 11. september, 2024
7.8 C
Reykjavik

Mismunandi stefnum íslensku listasenunnar sullað saman

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í annað sinn eftir landnám Íslands verður listahátíðin Gambri haldin. Viðburðurinn fer fram í einu þekktasta götulistargalleríi heims, Urban Spree – 1700 m² svæði í hjarta Berlínarborgar.

Nafn sýningarinnar, Gambri, er tilvitnun í bruggmenningu Íslendinga þar sem geri, sykri og vatni er sullað saman í tunnu og látið gerjast. Úr þessu verður til gambri sem er svo eimaður svo úr verður lokaafurðin, landi. Á sama hátt verður sullað saman mismunandi stefnum íslensku listasenunnar ofan í tunnu Urban Spree-gallerísins og hugvit listamannanna látið gerjast í einni allsherjar listahátíð svo úr verður Gambri II. Þátttakendur Gambra eru yfir 40 talsins og verður hátíðin samansett úr þéttri dagskrá og verkum á borð við skúlptúra, tónlist, gjörninga, hönnun, húðflúr, mynd- og götulist.

Upphaf sýningarinnar má rekja til ársins 2014 á ónefnda skrifstofu á Laugaveginum. Þar sat listamaðurinn Narfi með kúlupenna sem stóð á sér. Hring eftir hring krassaði hann með pennanum til að reyna að kalla fram blekið. Smám saman birtist blekið úr stífluðum pennanum og rann óhindrað í hringi svo úr varð einhvers konar net spírala. Sumir þykkir, aðrir þunnir. Sumir stórir, aðrir smáir. Endurtekningin og mynstrin sem birtust kveiktu hugmynd sem hefur síðan þá orðið að stílbragði sem hefur tekið á sig mynd í málverkum, veggverkum og húðflúrum Narfa.

Árið 2018 urðu svo önnur kaflaskil þegar kúlupenninn endaði í kjaftinum á borvél. Hraðinn og nákvæmnin í borvélinni gerði það að verkum að mynstrið og blæbrigðum þess var betur stjórnað af listamanninum en útkoman varð óútreiknanlegri. Framlag vélarinnar varð stærri partur af verkum Narfa og skil listamanns og vélar urðu óskýr. Narfi varpar fram spurningunni hvort vélin sé viðeigandi tól til listsköpunar og hvaða áhrif það hefur á gildi verkanna. Í gegnum aldirnar hefur maðurinn notað vélar til þess að létta sér verkin. Er þetta rökrétt framhald?

Listahátíðin hófst á miðvikudaginn síðasta og stendur til föstudagsins 28. júní. Ef þú ert í Berlín þá mælum við svo sannarlega með að þú leggir leið þína á Gambra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -