Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Ný tónlist og afmælisveisla í Höllinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margt spennandi á döfinni hjá bæði ungum listamönnum og reynsluboltum úr íslensku tónlistarlífi.

Sá hana á Instagram

Fyrir skömmu sendi tónlistarmaðurinn Bomarz, Bjarki Ómarsson, og söngkonan Alexandra, fullu nafni Alexandra Dögg Einarsdóttir, frá sér lagið Slip Away. Bjarki sá Alexöndru í Instagram Story hjá tónlistarkonunni Þórunni Antoníu þar sem hún var að stýra karaókípartíi á Sæta svíninu.

„Alexandra var að negla eitthvað rosalegt lag og ég spurði Þórunni hver þetta væri. Þannig varð þetta samstarf til,“ segir Bjarki.

Bjarki hefur verið talsvert áberandi að undanförnu með lögum eins og Way I Go og Treat me Better svo fátt eitt sé nefnt. Slip Away er fyrsta lagið sem Alexandra gefur út og segir Bjarki að meira efni sé væntanlegt frá þeim.

Heljarinnar dans- og afmælisveisla í Höllinni

Heljarinnar tónlistarveisla verður haldin í Laugardalshöllinni undir yfirskriftinni Niceland Reykjavík – Micro Music Festival þann 9. apríl. Höllinni verður af því tilefni breytt í stærsta skemmtistað á Íslandi og verður ekkert til sparað. Dagskráin er ekki af verri endanum en fram koma meðal annars Herra Hnetusmjör, Aron Can, Club Dub, DJ Sanshine og DJ Margeir. Hljómsveitin Gus Gus, sem fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir, verður aðalnúmerið á hátíðinni og lofa þeir Biggi Veira og Daníel Ágúst geggjuðum tónleikum. Miðasala fer fram á tix.is.

- Auglýsing -

Ný brettamynd væntanleg

Ný stuttmynd er væntanleg frá brettakappanum Víði Björnssyni og ljósmyndaranum Rúnari Pétri Hjörleifssyni. Myndin byrjaði sem lítið ástríðuverkefni vorið 2018 þar sem Víðir, sem sérhæfir sig í „ævintýraljósmyndun“ og náttúruljósmyndun, fékk annað slagið að mynda Rúnar leika listir sínar. Var planið upphaflega að mynda brettaiðkun Rúnars í bland við fallega náttúru en verkefnið vatt fljótt upp á sig og endaði sem stuttmynd. Hún er nú væntanleg í byrjun næsta mánaðar, nánar tiltekið 2. febrúar, en þeir sem vilja forsmekk af því sem koma skal geta horft á stiklu úr myndinni á Albumm.is. Eins er hægt að kynna sér verkefnið frekar með því að fylgjast með Víði og Rúnari á Instagram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -