Fimmtudagur 12. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Opnaði bókstaflega allar dyr

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin í kvöld, 11. maí, á tónleikastaðnum Húrra í Reykjavík. Í ár keppa sex sveitir í úrslitum og mun fjölskipuð alþjóðleg dómnefnd ásamt áhorfendum velja eina af þeim til þess að spila fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heims, Wacken Open Air, í sumar. Þar spilar hún fyrir mörg þúsund manns og tekur þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 29 öðrum þjóðum þar sem rausnarleg verðlaun bíða efstu fimm sveitanna.

Á Húrra verða sérstakir gestir annars vegar Blóðmör, sem gerði sér lítið fyrir og vann Músiktilraunir í ár, og hins vegar sveitin Une Misére, sem vann keppnina hér í fyrra. Segja meðlimir síðarnefndu sveitarinnar að þátttakan í keppninni hafi bókstaflega opnað henni allar dyr. Eftir að hafa náð fjórða sætinu í lokakeppninni á Wacken hafi hún skrifað undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu í þungarokkinu í dag, Doomstar Bookings, og í fyrra hafi hún síðan landað útgáfusamningi við stærsta óháða útgáfufyrirtæki heims í þungarokkinu, Nuclear Blast. Þess utan hafi hún spilað á aragrúa tónleika erlendis, til dæmis á hinni virtu Roadburn-hátíð í Hollandi og eins á Eurosonic ESNS Showcase-hátíðinni ár þar í landi í byrjun þessa árs. Fram undan sé svo ýmislegt spennandi en fyrst ætlar sveitin að spila á Húrra í kvöld og krýna arftaka sína. Hægt er að afla sér frekari upplýsinga um viðburðinn á Albumm.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -