Skemmtilegur rokkslagari

Deila

- Auglýsing -

Hljómsveitin KUL var að senda frá sér brakandi ferskt lag sem ber heitið Why?

 

Meðlimir hljómsveitarinnar KUL hafa allir verið virkir í íslensku tónlistarlífi um árabil, en þeir eru Heiðar Örn Kristjánsson (Botnleðja, The Viking Giant Show, Pollapönk), Helgi Rúnar Gunnarsson (Benny Crespo’s Gang, Elín Helena, Horrible Youth), Hálfdán Árnason (Himbrimi, Sign, Legend) og Skúli Gíslason (The Roulette, Different Turns).

Nýja lagið er skemmtilegur rokkslagari, þó með þægilegum hljóm. Rödd Heiðars er alltaf jafnóaðfinnanleg og á þetta nýja lag án efa eftir að renna vel niður hjá rokkþyrstum hlustendum.

- Advertisement -

Athugasemdir