2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tók mixið upp í fjárhúsi

Hilmar Þór Árnason hefur verið viðloðinn íslensku tónlistarsenuna svo árum skiptir en í dag gengur hann undir nafninu Street Preacher.

Snemma á tíunda áratugnum var Hilmar mjög áberandi í íslensku klúbbasenunni en hann stóð oft vaktina á bak við plötuspilarana og sá til þess að fólk fengi nýjustu taktana beint í æð.

Hilmar, sem er búsettur á Spáni, var að senda frá sér magnað mix fyrir vefsjónvarpsstöðina Behind The Store. Mixið er tekið upp í fjárhúsi og skapar það virkilega einstaka upplifun.

Lestu meira

Annað áhugavert efni