Ritstjórn Mannlífs

559 Færslur

Nokkrar staðreyndir um hund Dorritar

Ólaf­ur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, greindi frá í viðtali í Morgunkaff­inu á Rás 2 í morg­un að Dorrit Moussaieff hafi látið taka sýni úr hundinum Sámi í þeim tilgangi að láta klóna hann síðar meir. Hér koma nokkrar staðreyndir um hundinn Sám sem er Dorrit ómissandi.

Hvar eru karlarnir?

„Vorið 2009 fórum við af stað með það verkefni að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja upp í að minnsta kosti 40%. Við héldum að með því myndi konum í stjórnunarstörfum þar með fjölga sjálfkrafa. Hvorugt gerðist. Ekki einu sinni lagasetning dugði til að fjölga konum upp í þetta hlutfall. Ekkert hefur breyst með hlutdeild í stjórnunarstörfum,“ segir Rakel Sveinsdóttir, formaður Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA).

Ganga flóttafólks verður að pólitísku hitamáli

Á bilinu fimm til sjö þúsund flóttamenn frá Mið-Ameríkuríkjunum Gvatemala, Hondúras og El Salvador stefna í átt að suðurhluta landamæra Bandaríkjanna þar sem þeir...

Blómstra á nýjum vettvangi

Þjóðþekktir Íslendingar sem hafa tekið U-beygju á starfsferlinum.Úr tónlist í tannhvíttun Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyvi, er að heita má kanóna í íslensku tónlistarlífi...

Kjarabætur – allra hagur

Félög launafólks hafa nú mörg hver birt kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga. Af þeim má ljóst vera að ærið verkefni bíður samningsaðila; verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Ljóst er að metnaður forystufólks verkalýðsfélaga er mikill fyrir hönd umbjóðenda sinna og fyrir það ber að hrósa.

Myndband af aðgerðum lögreglu í New York

Grunsamlegur pakki var sendur á veitingahús sem er í eigu Roberts de Niro í morgun. Lögreglan var fengin í að fjarlægja pakkann og rannsaka...

Búist við línu af nýjum Apple tölvum í næstu viku

Tæknirisinn Apple hefur boðað til kynningar í New York á þriðjudaginn þar sem nýjar vörur verða kynntar. Von er á allt að þremur tegundum...

„Flesta daga í dag er ég mjög hamingjusamur“

„Flesta daga í dag er ég mjög hamingjusamur,“ segir Grétar Sigurðarson, einn þriggja manna sem hlaut dóm í líkfundarmálinu, í viðtali við Austurgluggann.

Besti kennarinn að hætta

Sektarkenndarsamfélagið okkar hefur alla tíð átt í brösugu sambandi við blessað sjónvarpið. Við höfum tamið okkur að tala mikið um hvað sjónvarpið sé slæmt: Heilalaust gláp, lágmenning, leti. En minna hefur verið rætt um kosti sjónvarps. Sjónvarp er til dæmis frábær kennari, ekki síst þegar kemur að tungumálum.

Sænska hönnunarteymið Broberg & Ridderstråle færir út í kvíarnar

Broberg & Ridderstråle er teymi í hönnun og arkitektúr sem stofnað var af Mats Broberg og Johan Ridderstråle. Þeir eru menntaðir innanhússarkitektar og hönnuðir og útskrifuðust báðir með láði frá Konstfack-listaháskólanum í Stokkhólmi árið 2006. Vinnustofa þeirra er í Svíþjóð en verk þeirra hafa farið víða og verið sýnd meðal annars í London, Tókýó og Mílanó.

Við verðum að gera betur

Eftir Auði Önnu Magnúsdóttur, Eyþór Eðvarðsson og Hildi Knútsdóttur.Við sem myndum skipulagshóp loftslagsgöngunnar 2018, fögnum að komin sé fram aðgerðaáætlun frá ríkisstjórn Íslands í...

Pyntaður og líkið bútað í sundur

Heimsbyggðin hefur fylgst agndofa með máli blaðamannsins Jamals Khashoggi sem talið er að hafi verið myrtur á ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Tyrklandi þar sem hann...

Sögufrægt hús á Akureyri glætt nýju lífi

Gamla Apótekið sem stendur við Aðalstræti 4 er eitt glæsilegasta hús Akureyrar og stendur það ofar en flest önnur hús í nágrenninu. Grunnflötur hússins er 135 fermetrar og er það byggt í dönskum timburhúsastíl. Húsið á sér mikla forsögu.

Brexit gæti dregist á langinn

Svo gæti farið að aðlögunartíminn vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði framlengdur vegna óvissu um landamæri Norður-Írlands og Írlands. Bretland gengur formlega úr sambandinu...