Laugardagur 27. apríl, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Kertin standa á grænum greinum, gul og rauð og blá – Jólaskreytingar Mögdu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magda, Magdalena Kowalonek-Pioterczak, er blómaskreytingameistari. Hún er frá Stargard í Póllandi, en hefur búið á Íslandi síðan árið 2007. Nú þegar jólin eru handan hornsins fannst Mögdu tilvalið að deila með lesendum Mannlífs blómaskreytingum fyrir hátíðina og góðum ráðum þar að lútandi. Magda gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum og fræða lesendur um uppruna sinn og segja frá því hvenær áhugi hennar á blómaskreytingum vaknaði.

„Í raun og veru er ekki hægt að tala um eiginlegt upphaf hjá mér í blómaævintýrinu. Þannig er mál með vexti að móðir mín rak litla blómabúð á 9. áratugnum og ég nánast ólst upp í faðmi blóma frá unga aldri. Ég fékk þetta eiginlega beint í æð og sá hvernig blómavendir urðu til, lærði að meta ilminn af blómum og form þeirra.

Taugin sem myndaðist á þeim tíma trosnaði um skeið á unglingsárum mínum, þegar ég útskrifaðist úr hótelskóla og starfaði á því sviði.

En taugin slitnaði ekki og blómin kölluðu á mig og þá varð ekki aftur snúið.“

Nálgast má allt viðtalið og ljósmyndir af blómskreytingum Mögdu í nýjasta tölublaði Mannlífs hér að neðan. Á blaðsíðu 42:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -