Föstudagur 17. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

12 spor saumuð í andlit Torfa eftir líkamsárás í miðbænum: „Blóðið spýttist út um allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Torfi Guðmundsson varð fyrir árás árið 1995 en hann var ósáttur með vinnubrögð lögreglu eftir að ráðist var á hann á LA Café.

„Eftir sýninguna var ég að ganga frá mínum hlutum inni í eldhúsi. Þá kom inn stúlka sem var í góðu skapi og vel drukkin. Hún fór að tala við mig og spurði hvort ég væri eigandinn á staðnum. Ég sagði svo ekki vera og sagði henni bara að fara fram að skemmta sér. Þá reiddist hún skyndilega, hellti úr glasi framan í mig, reyndi að sparka í punginn á mér og lamdi mig síðan með glasinu beint í gagnaugað. Ég skarst illilega og blóðið spýttist út um allt,“ sagði Torfi Geirmundsson hárgreiðslumeistari við DV um málið árið 1995.

Forsaga málsins er sú að Torfi var að halda prufusýningu á kaffihúsinu og skemmtistaðnum LA Café en hann var að fara halda sýningu í New York helgina á eftir. Tilefni þess voru verðlaun sem Torfi fékk sem hárgreiðslumeistari. Konan sá þó að sér einhverjum dögum eftir árásina og baðst afsökunar. Torfi var þó gífurlega ósáttur með vinnubrögð lögreglumanna sem mættu til að rannsaka árásina.

„Framkomu lögreglunnar við fórnarlömb þeirra sem verða fyrir árásum verður að gera að umtalsefni því ég lít á mig sem fórnarlamb í þessu tilviki. En það var komið fram við mig sem sakamann og ég sýndur almenningi. Ég kom út bakdyramegin en tveir lögreglumenn leiddu mig upp á Laugaveg. Þar stóðu þeir með mig á gangstétt fyrir framan LA Café í allt að hálftíma áður en ekið var með mig á slysadeild. Á meðan fossblæddi úr gagnauganu,“ sagði Torfi og vildi hann að það færi fram sérstök rannsókn á þessu með það að leiðarljósi að bæta samskipti lögreglu við almenning.

Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn gaf lítið fyrir þessi ummæli Torfa.

„Maðurinn fór sjálfur út bakdyramegin á meðan lögreglumennirnir voru inni á staðnum að safna upplýsingum. Þeir fóru síðan út aðaldyramegin og hittu þar manninn. Hann var aldrei tekinn einum eða neinum tökum. Það eina sem þeir gerðu var að bjóðast til að aka honum á slysadeild, sem hann þáði, og gerði engar athugasemdir og lét síður en svo í ljós óánægju fyrr en eftir á í fjölmiðlum. Til að geta veitt hinum slasaða sem besta þjónustu og koma honum sem fyrst undir læknishendur hafði lögreglan í frammi þá viðleitni að aka honum á slysadeild. Það dregur úr álagi á sjúkraflutningamenn á mesta álagstíma þeirra og minnkar þannig líkur á að þeir verði uppteknir í smávægilegum óhöppum þegar alvarleg slys verða þar sem jafnvel getur verið spurning um líf og dauða. Það er ákaflega furðulegt þegar lögreglan er að sinna lagalegri skyldu sinni að fá síðan svona uppákomur í fjölmiðlum og hótanir um kæru. Lögreglumennirnir stóðu í alla staði rétt að málinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -