Það mátti litlu muna að mjög illa færi fyrir 14 manns sem voru föst í lyftu í Perlunni árið 1991. „Þetta var hræðileg lífsreynsla. Lyftan fór fyrst upp en byrjaði svo að rykkjast niður. Við ýttum á þrenns konar neyðarhnappa. Það virkaöi ekkert. Þarna var engin loftræsting. Enginn heyrði í okkur. Við vorum 14 þama í hálftíma í loftleysinu – þar af sjö börn og eitt kornabarn, 4 mánaða gamalt – það grét allan þennan hálftíma og móðirin var orðin mjög áhyggjufull. Loftið varð mjög þungt eftir 2-3 mínútur og okkur fór strax að verða ómótt. Lyftan stoppaði alveg á milli kjallarans og 1. hæðarinnar. Börnin urðu að setjast niður og eitt þeirra, sjö ára stúlka, þoldi ekki álagið og kastaði upp. Börnin veinuðu af hræðslu og loftleysi mestan tímann og það heyrði enginn í okkur fyrir utan,“ sagði Bára Friðriksdóttir í samtali við DV árið 1991 um málið. „Ég var um það bil að örmagnast þegar okkur var hleypt út eftir hálftíma,“ sagi Snæþjörn Magnússon en samkvæmt DV má vera að hann hafi bjargað lífi þeirra sem í lyftunni voru. Snæbjörg náði eftir mikið átak að opna rifu á innri lyftuhurðina sem hleypt inn lofti. „Fötin min voru orðin gegnblaut af svita. Við létum konuna meö barnið standa sem næst loftrifunni. Ég lamdi af öllum lifs- og sálarkröftum. Við fengum alls engin viðbrögð fyrr en eftir að loftrifan opnaðist. En þá virtist enginn átta sig á því að við vorum lokuð inni. Það er vítavert kæruleysi að enginn var að fylgjast með lyftunni. Ef mér hefði ekki tekist að opna rifuna hefði þurft að bera okkur út. Ég var að örmagnast,“ sagði Snæbjörn en hann og Bára voru ósátt við hvernig Perlan tók á málinu en lyftan hélt áfram að ganga eins og ekkert hafi í skorist eftir að fólkinu hafði verið bjargað.