Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Brynja fæddi barn í stigagangi í Breiðholti: „Ekki á hverjum degi sem maður lendir í svona“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brynja Dögg Ingólfsdóttir og Alexander Guðmundsson upplifðu heldur betur óvenjulega fæðingu árið 1996.

„Þetta gerðist allt svo snöggt. Við vöknuðum eftir klukkan 5 og konan mín sagði að tími væri kominn til að fara á fæðingardeildina. Við vorum á leiðinni niður stigann þegar hún byrjaði skyndilega að fæða,“ sagði Alexander Guðmundsson sem þurfti óvænt að taka á móti dóttur sinni sem reyndist vera 14 og hálfar merkur en það var DV sem fjallaði um fæðinguna árið 1996.

„Við rukum aftur upp í íbúð og þar tók ég á móti barninu. Ég man bara að það var æðisleg tilfinning að taka á móti litlu fótunum. Vinkona okkar var á staðnum og aðstoðaði okkur við þetta allt saman. Þetta gekk ótrúlega vel og læknir sagði að fæðingin hefði í alla staði verið eðlileg. Það er spurning hvort maður á að leggja ljósmóðurstarfið fyrir sig,“ sagði faðirinn um málið en stuttu eftir fæðinguna komu tveir sjúkrabílar á staðinn og var Brynja flutt á fæðingardeildina.

„Þau stóðu sig mjög vel og allt var í besta lagi þegar við komum á staðinn. Fæðingin var með eðlilegasta móti,“ sagði læknir á sjúkrabílnum við DV.

„Þetta verður ógleymanlegur morgunn og það er ekki á hverjum degi sem maður lendir í svona nokkru,“ sagði Alexander að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -