Miðvikudagur 24. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Fíkniefnasalar hótuðu að myrða Jón og brutust inn til hans: „Nota hundana sína sem lífverði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hundaeftirlitsmaðurinn Jón Þórarinn Magnússon átti í vök að verjast árið 2000 þegar þekktir fíkniefnasalar hótuðu honum lífláti.

Í viðtali við DV árið 2000 segir Jón frá því að hann hafi þurft að fjarlægja nafn sitt og heimilisfang úr símaskránni vegna hótana hundaeiganda en þeir brutu rúður heima hjá honum og brutust inn á heimili hans. „Þá eru ótaldar líflátshótanir sem mér hafa borist frá þessum köppum sem oftar en ekki tengjast fíkniefnum og nota hundana sína sem lífverði. Ef þeir sinntu hundunum sem skyldi væri ég ekki að skipta mér af þeim en þegar umhirðan er komin út yfir allt velsæmi þá sýni ég klærnar og fæ þetta á móti,“ sagði Jón.

Jón hafði verið um nokkurn tíma á slóð tveggja schafer-hunda sem voru geymdir í sendiferðabíl fyrir utan hús í Breiðholti. Þegar Jón mætti með lögreglu á svæðið flúði eigandinn með hundanna. „Ég hef fengið ábendingar um að hundarnir séu nú geymdir i kartöflugeymslunum i Ártúnshöfða. Hundarnir eru sagðir til vandræða þarna í geymslunum með gelti sínu og gái. Ég held að ég verði að gera mér ferð þarna uppeftir og reyna að tala við eigandann því ég vil fá vitræna lausn á þessu vandræðamáli til frambúðar,“ sagði hundaeftirlitsmaðurinn. Hann kvaðst þó ekki hræddur við glæpamennina.

„Það er við þessa menn sem er að etja en á meðan þeir sjá ekki sómasamlega um hundana sína þá er mér að mæta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -