Þriðjudagur 8. október, 2024
2.8 C
Reykjavik

Flugvél brotlenti á Þingeyrarflugvelli: „Flugvélin þeyttist út í snjóruðninginn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var í janúar 1983 sem Hafsteinn Aðalsteinsson, eiginkona hans og nýfætt barn þeirra ásamt fjórum öðrum, lentu í afar óþægilegri lífsreynslu.

Flugvél sem þau voru farþegar í og var að koma til Þingeyrar frá Reykjavík, brotlenti á flugvellinum en með snarræði náði flugmaðurinn að koma hjá alvarlegu slysi. Með því að snúa vélinni þannig að vinstri vængurinn fór út í snjóruðning við völlinn, en ekki nefið á vélinni. Þeyttist flugvélin út í snjóruðninginn og stöðvaðist þar. Enginn slasaðist en samkvæmt Hafsteini héldu farþegar ró sinni þó hann viðurkenndi að fólki hafi brugðið.

Lesa má frétt DV um málið hér fyrir neðan:

Flugvélin þeyttist út í snjóruðninginn – segir farþegi sem var um borð í TF-GTI þegar hún brotlenti á Þingeyrarflugvelli

Flugvélin var komin ansi innarlega á brautina þegar hún lenti,” sagði Hafsteinn Aðalsteinsson frá Þingeyri, sem var meðal farþega í vélinni sem brotlenti á Þingeyrarflugvelli síðdegis í gær.

Hafsteinn var að koma með vélinni frá Reykjavík ásamt konu sinni og nýfæddu barni þeirra. Fjórir aðrir farþegar voru um borð. „Þetta gerðist allt svo snöggt að það er erfitt að gera sér nákvæma grein fyrir þessu. En það var ljóst að vélin stefndi fram af brautinni. Þegar flugmaðurinn sá að hann myndi ekki geta stöðvað hana sneri hann vélinni þannig að vinstri vængurinn fór út í snjóruðninginn frekar en nefið. Flugvélin þeyttist út í snjóruðninginn og stöðvaðist þar. Um leið stökk flugmaðurinn upp, opnaði neyðarútganginn og sagði öllum aö drífa sig út,” sagði Hafsteinn. „Það voru hvorki hróp né læti í farþegum. Ég segi ekki að fólki hafi ekki brugðið. En menn drifu sig út og komu sér frá vélinni. Það hvarflaði að sumum að það myndi kannski kvikna í henni,” sagði Hafsteinn.

Flugvélin er tveggja hreyfla, af gerðinni Cessna 402, eign Sverris Þóroddssonar. Flugmaður var Smári Ferdinandsson. Nokkrar skemmdir urðu á vélinni, meðal annars brotnaði nefhjólið undan og annað skrúfublaðið bognaði. Flugvirki fer til Þingeyrar í dag til að gera við vélina, sem ber einkennisstafina TF—GTI. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -