Laugardagur 27. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Júlíus sá tvö skrímsli í Kleifarvatni: „Ég hef verið að reyna að kryfja þetta til mergjar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rjúpnaskyttur töldu sig sjá skrímsli árið 1984.

Júlíus Ásgeirsson varð vitni að ótrúlegri sjón við Kleifarvatn árið 1984 en hann var þar á rjúpnaveiðum með frænda sínum. Þeir höfðu komið sér fyrir í hlíð austan við vatnið þegar þeir komu augu á eitthvað sérkennilegt í vatninu. Þeir héldu fyrst að um væri ræða steina sem stóð upp úr vatninu.

„En svo fór þetta að hreyfast,“ sagði Júlíus við Dagblaðið um málið. „Þá sáum við að þarna voru á ferðinni einhverjar skepnur sem léku sér góða stund í vatnsborðinu. Síðan tóku þær stefnuna á land og skokkuðu nokkum tíma í fjörunni. Þá hlupu þær út með hlíðinni og hurfu bak við höfðann. Við höfðum ekki af þeim augun allan tímann sem þær voru í sjónmáli. Skömmu síðar komu dýrin svo til baka og skelltu sér í vatnið. Þau léku sér á sundi töluvert lengi en syntu svo í land hinum megin. Þá röltu þau upp í Sveifluháls og hurfu sjónum okkar.“

Þegar frændurnir komu til baka úr rjúpnaveiðum fóru þeir nær vatninu til að athuga hvort þeir finndu einhver ummerki þess að dýr hefðu verið þar sem þeir sáu skepnurnar.

„Við fundum þá spor eftir tvö kvikindi,“ sagði Júlíus. „Þau voru lík förum eftir hestshófa en bara stærri. Dýrin sjálf virtust okkur helst líkjast selum þegar þau vora á sundi. En komin upp úr vatninu minntu þau einna helst á hunda. Þau vora bara miklu stærri. Okkur virtust þau vera eitthvað stærri en meðalhestur. Þau voru dökk á lit. Það kemur ekki til greina að þetta hafi verið hestar sem létu svona í vatninu. Hiti var um frostmark og það er óhugsandi að hross séu að damla svona við þær aðstæður. Ég hef verið að reyna að kryfja þetta til mergjar en ekki fundið neina viðhlítandi skýringu á fyrirbærunum.“ 

„Ég hef nú ekki verið trúaður á skrímsli en ég geri ekki grín að mönnum sem trúa á þau eftir þetta,“ sagði Júlíus að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -