Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Kára hent út úr búð vegna hjólastóls: „Fatlaðir verða bara að sætta sig við að þeir geta ekki allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kára Kárasyni var vísað út úr búð á Grensásvegi í Reykjavík fyrir það eitt að vera í hjólastól árið 1996

„Hann rak okkur út úr búðinni með þeim orðum að hann kærði sig ekki um að við værum að „þvælast“ þarna með hjólastól. Við höfum aldrei fengið svona móttökur áður. Ég varð svo reið að ég skalf öll. Maður er ekki að leika sér neitt með hjólastól, það segir sig sjálft,“ sagði Ráðhildur Auðunsdóttir, eiginkona Kára, í samtali við DV um málið árið 1996 en búðin sem um ræddi hét Allt fyrir ekkert en hún seldi notuð húsgögn í umboðssölu.

„Það var fullt af fólki inni í versluninni en það sagði enginn neitt, það urðu allir svo hissa. Rétt áður höfðu þrír karlmenn haldið hurðinni fyrir okkur til að við kæmumst inn. Það fóru flestir út um leið og við,“ sagði Ráðhildur en Kári hafði nýlega brotið á sér báða fætur þegar hann datt niður af vinnupalli og fékk nýja sýn á raunir fólks sem notast alla daga við hjólastól.  „Aðstaðan er víða alveg hrikaleg fyrir þetta fólk, maður gerir sér ekki grein fyrir þvi fyrr en maður kynnist þvi af eigin raun,“ sagði Ráðhildur.

Trausti Guðjónsson, eigandi Allt fyrir ekkert, neitaði fyrir að hafa vísað hjónunum út. „Ég vísaði henni ekki út heldur benti henni á að það væri ekki hægt að keyra hjólastól eða kerru inni í búðinni því það var svo mikið af húsgögnum inni þegar þetta var og því mjög þröngt í versluninni. Fólk með kerrur rekur þær t.d. hérna utan í húsgögnin án þess að biðjast afsökunar og skemmir þar með eignir annarra. Þetta bitnar því allt á saklausu fólki,“ sagði búðareigandinn við DV.

„Við gerum ekki ráð fyrir kerrum eða hjólastólum í versluninni því húsnæðið er dýrt og við reynum að nýta það til fulls. Við höfum heldur ekki það mikinn mannskap að við getum farið að færa til vörur þó að inn komi einn hjólastóll. Þetta er orðið allt of viðkvæmt mál með fatlað fólk. Fatlaðir verða bara að sætta sig við að þeir geta ekki allt. Ég get t.d. ekki stundað loftfimleika en sætti mig við það.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -