Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sinfóníuhljómsveit Íslands greiddi sekt ofbeldismanns: „Við getum kallað þetta launauppbót“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sinfóníuhljómsveit Íslands hjálpaði David Bobroff, kontrabásúnuleikara sveitarinnar, heldur betur árið en 2003 en þá greiddi sveitin hluta af sekt sem tónlistarmaðurinn var dæmdur að borga fyrir að hafa nefbrotið pilt en Fréttablaðið greindi frá málinu.

Þar er sagt að sektin hafi verið 300 þúsund krónur en Sinfónían hafi greitt 200 þúsund krónur af þeirri sekt. Átök komu upp milli Bobroff og þess nefbrotna þegar nokkrir piltar köstuðu snjóboltum í Bobroff og félaga hans fyrir utan æfingasvæði hljómsveitarinnar. Virðast átökin hafa verið nokkur alvarleg en fyrir utan nefbrotið brutu piltarnir allar rúður á bíl Bobroff en fékk hann engar bætur fyrir brotnu rúðurnar og spilaði það inn í ástæðu þess að Sinfónían steig inn í málið samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

 „David Bobroff fékk greiðslu frá okkur. En ég vil láta liggja á milli hluta hvort sú greiðsla tengist þessu máli,“ sagði Þröstur Ólafsson, þáverandi framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, um málið við Fréttablaðið árið 2003. „Við getum eins kallað þetta launauppbót eða fyrirframgreiðslu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -