Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Ungmenni héldu vöku fyrir þúsundum í Keflavík: „Ég hef aldrei heyrt önnur eins yfirþyrmandi læti“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungmenni af Suðurnesjum héldu vöku fyrir Keflvíkingum árið 1989.

„Það hvein og söng í bænum. Ég hef aldrei heyrt önnur eins yfirþyrmandi læti. Þetta eru furðulegustu aðgerðir sem ég hef séð þótt ég hafi verið í tengslum við umferðina í áratugi. Fyrst hélt ég að einhverjar stórframkvæmdir væru í gangi en komst svo að því að verið var að loka rúntinum. Eins og raun bar vitni þýddi nú lítið að beina umferð krakkanna út í íbúðarhverfin. Krakkamir náðu sér heldur betur á strik og alltaf lengdist flautandi bílalestin,“ sagði Steindór Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Njarðvík, í samtali við DV árið 1989.

Forsaga málsins að bæjaryfirvöld ákváðu að loka Hafnargötunni en gatan var vinsæl til að „keyra rúntinn“ og ákváðu ungmenni á Suðurnesjum að mótmæla þeim aðgerðum. Talið er að hundruðir ungmenna hafi þanið flautur bíla víðs vegar um Keflavík og að ómögulegt hafi verið fyrir fólk að sofna fyrr en hálf 4 um nóttina. 

„Mér skilst að fjöldi bíla hafi flautað fyrir utan heimili mitt í nótt. En það var enginn heima þannig að enginn var til að svara þeim,“ sagði Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri í Keflavík, í samtali við DV um málið. „Mér sýnist að það sé ekki sé hægt að leysa þetta mál nema skapa einhverja aðstöðu fyrir krakkana. Þetta eru vel aldir og þróttmiklir krakkar af Suðurnesjum og það þýðir ekkert að fara í stríð við þá. Að vísu er einn og einn unglingur sem verður til vandræða. T.d. voru rúður brotnar fyrir þrjú hundruð þúsund krónur fyrir tveimur vikum. Það var skipuð nefnd til að kanna hvað hægt væri að gera en það virðist vera erfitt að finna út hvað er best. Við þurfum að ræða við krakkana, t.d. við nemendaráð Fjölbrautaskólans og Holtaskóla,“ sagði Guðfinnur.

„Þeir réðu ekki við neitt enda við við svo marga að kljást. Lögreglumenn læstu bara að sér á lögreglustöðinni og drógu fyrir gluggana á tímabili. Bílarnir keyrðu bara eins og hver vildi, á móti einstefnu með blikkandi gulum viðvörunarljósum og litu ekki við stöðvunarskyldu. Öllum hindrunarbúkkunum var bara rutt í burtu og nokkrir keyrðu svo upp eftir,“ sagði 18 ára gamall drengur úr Keflavík í samtali við DV. „Ég hefði ekki viljað hafa alla þessa bíla flautandi fyrir utan gluggann hjá mér – það hefur varla nokkur getað sofið í bænum á meðan á þessu stóð. Það voru örugglega hundrað bílar sem flautuðu. En þetta eru undarlegar aðgerðir. Það voru brotnar rúður í bænum fyrir skömmu en ég get ekki skilið hvers vegna ökumenn eiga að gjalda þess. Þetta eru asnalegar aðgerðir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -