Föstudagur 26. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Viðskiptaráðuneytið borgaði fyrir flug og gistingu afmælisgesta Valgerðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisveisla Valgerðar Sverrisdóttur árið 2000 vakti hneykslan margra en ráðuneyti hennar borgaði flug og gistingu fyrir starfsmenn ráðuneytisins sem mættu í veisluna.

Framsóknarkonan Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hélt upp á fimmtugsafmæli sitt árið 2000 með pompi og prakt norður í Grenivík. Talsverða hneiksli vakti þegar DV uppljóstraði um að ráðuneyti Valgerðar borgaði flug og gistingu fyrir þá starfsmenn sem þáðu boðið en makar þeirra fengu 50 prósent afslátt. Ráðuneytisstjóri Valgerðar bar við þeirri vörn að ferðin norður hafi komið í staðinn fyrir árlega sumarferð starfsmanna ráðuneytisins. Kostaði þetta skattgreiðendur um 300.000 krónur árið 2000 sem í dag væri 947.530 kr. miðað við verðlag dagsins í dag.

Hér má lesa umfjöllun DV um málið:

Afmælisveisla viðskiptaráðherra á Grenivík:

Greiddi flug og gistingu fyrir afmælisgestina

– kom í stað sumarferðar, segir ráðuneytisstjóri


Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð öllum starfsmönnum ráðuneyta sinna í fimmtugsafmæli sitt á Grenivík um síðustu helgi og lét ráðuneytið borga. Um var að ræða flug og gistingu norður á Akureyri og fengu makar starfsmanna 50 prósenta afslátt. Samkvæmt almennri verðskrá kostaði þetta uppátæki ráðherrans skattgreiðendur um 300 þúsund krónur. í ráðuneytum Valgerðar Sverrisdóttur starfa 30 manns. „Það voru 14 starfsmenn sem þáðu boðið og 10 makar,“ sagði Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri Valgerðar, í gær. „í stað þessarar ferðar fellum við niður sumarferð starfsmanna sem farin hefur verið hér á hverju ári eins og í öðrum ráðuneytum og reyndar víða í fyrirtækjum úti í bæ þannig að þetta kemur út á eitt,“ sagði Þorgeir Örlygsson sem neitaði því spurður hvort ráðherrann hefði boðið fleirum í fimmtugsafmæli sitt á kostnað ráðuneytisins. Mikið fjölmenni var í afmælisveislu Valgerðar Sverrisdóttur á Grenivík og starfsmenn hennar og makar aðeins hluti þess fjölda. Þeir gistu í sveitagistingu miðja vegu milli Grenivíkur og Akureyrar aðfaranótt síðastliðins sunnudags að veisiu lokinni og héldu við svo búið heim.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -