Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Þórólfur óttast hraða útbreiðslu: „Allt snýst þetta um hvernig fólk hegðar sér og hvað fólk gerir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Í nóvember hafa rúmlega hundrað manns greinst með Covid 19 að meðaltali á degi hverjum; meirihlutinn ekki í sóttkví.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að búast megi við því að hundruð smita greinist á næstu dögum.

Í gær greindust 90 smit, en vanalega eru talsvert færri sýni tekin um helgar, og því líklegt að smitin verði fleiri.

Eins og staðan er í dag varðandi Covid 19 á Íslandi eru tæplega 2.500 manns í sóttkví; fjölgaði um 700 frá því á föstudag.

„Við vitum það að um það bil tíu prósent af þeim sem eru í sóttkví eiga eftir að greinast jákvæðir, þannig hefur það verið, þannig að við getum búist við því að fá einhverja hundruði manna sem eru jákvæðir úr sóttkví,“ segir sóttvarnarlæknir og bætir við:

„Þeir sem eru að greinast í sóttkví núna eru kannski í kringum fjörutíu prósent, þannig að það sýnir að smitið er mjög dreift og er víða.“

Þórólfur er harður á því að harðar aðgerðir skili meiri árangri:

„Við höfum áður verið að grípa til harðari aðgerða og séð árangurinn af því. En allt snýst þetta um hvernig fólk hegðar sér sjálft, hvað fólk gerir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -