Þriðjudagur 21. maí, 2024
8.8 C
Reykjavik

Gylfi Þór, verndari Covid-sjúklinganna, kominn með veiruna: „Líðanin er drulluslæm“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gylfi Þór Þorsteinsson er kominn með Covid. Hann lýsir líðaninni sem „drulluslæmri“.

Gylfi hefur verið talsvert í sviðsljósinu síðustu mánuði en hann hefur verið gegnt hlutverki forstöðumanns farsóttarhúsa Rauða Krossins og þannig verið verndari þeirra sem glímdu veiruna. Þegar mest var voru hátt í 600 manns á dag í sjö farsóttarhúsum en þeim verður lokað þann 1.apríl næstkomandi. Gylfi greindi frá því þann 1.mars að hann hafi skrifað undir starfslok sín og hefur nú verið ráðinn aðgerðarstjóri teymis sem mun skipuleggja móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi Þór mun leiða þau verkefni sem við blasa og tengja saman stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki sem lagt geta málinu lið.

Í samtali við Mannlíf segist hann hafa misst allt bragðskyn í gær og í nótt hafi einkennin hellst yfir hann, höfuðverkur, slæm hálsbólga og hæsi. Gylfi leitaði því á heilsugæslu þar sem tekið var á honum Covid próf og smit staðfest.

Þeim sem greinst hafa með Covid er ráðlagt að einangra sig í fimm daga, það er þó ekki lengur skylda.

Í tilkynningu frá almannavörnum er sögð breyting varðandi sýnatöku til greiningar en þær taka gildi um mánaðarmótin. Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan.

„Þann 1. apríl nk. fellur úr gildi reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á COVID-19. Reglugerðin tók fyrst gildi 16. september sl. og fól í sér að einkaaðilar sem önnuðust hraðpróf til greiningar á COVID-19, t.d. vegna hraðprófsviðburða eða útgáfu vottorða fyrir ferðamenn, gátu boðið þá þjónustu endurgjaldslaust. Frá og með 1. apríl verður einkennasýnatöku áfram sinnt hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum. Þar verður einnig í boði sýnataka fyrir ferðamenn sem þurfa vottorð vegna ferðalaga gegn gjaldi. Það má gera ráð fyrir því að einkaaðilar bjóði áfram upp á sýnatöku en sem fyrr segir verður niðurgreiðslum hins opinbera vegna sýnatöku hjá einkaaðilum hætt 1. apríl nk.

- Auglýsing -

Einkennasýnataka hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum verður áfram gjaldfrjáls en óbreytt gjald, 7.000 kr., verður fyrir PCR próf hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum fyrir einkennalausa einstaklinga sem óska eftir PCR prófi til að fá vottorð til ferðalaga, sbr. 6. mgr. 11. gr. reglugerðar um sóttvarnaráðstafanir, nr. 817/2012.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -