Miðvikudagur 22. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

20 tittlingar og 40 eistu mættu og vonuðust eftir ókeypis síma: „Ja, það var engum þröngvað úr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í lok nóvember árið 1995 vakti auglýsing frá Antoni Skúlasyni mikla athygli. Anton boðaði að þeir sem kæmu naktir í verslun hans í Austurveri við Háleitisbraut fengju ókeypis síma. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Eigum til Alkatel-, Nokia-, Panasonic-, Motorola- og Nokia-síma ásamt fylgihlutum.

Ekkert bónuskjaftæði, við erum ódýrastir,” sagði í auglýsingunni.

Um 20 manns berháttuðu sig í versluninni í þeirri trú að farsímar væru í boði.

En vandinn var sá að einungis 10 manns fengu farsíma. Það hafði ekki verið tekið fram í auglýsingunni sem birtist í Helgarpóstinum.

Hlutust af því eftirmál þar sem Neytendasamtökin töldu að brotið hefði verið gegn þeim nöktu sem fóru tómhentir heim.

Helgarpósturinn var mættur á vettvang þegar verslunin opnaði á auglýstum tíma. Einungis voru mættir naktir karlmenn. Tekin voru viðtöl við þá nöktu sem létu vel af sér.

- Auglýsing -

„Fínt að fá síma fyrir að klæða sig úr,“ segir Jón Már Svavarsson 16 ára.

 

Hann sippaði sér úr fötunum og lét sig ekki muna um það — fannst þetta ekkert tiltökumál.

- Auglýsing -

Aðspurður hvers vegna engir kvenmenn væru þarna gerir Jón Már ráð fyrir að þær hafi ekki þorað. Hann segir að það hafi myndast hópefli meðal drengjanna og neitar því að hafa sært blygðunarkennd almennings.

„Þeir sem horfðu gerðu það af fúsum og frjálsum vilja.“

„Þetta er lifandi sönnun þess að Helgarpósturinn er ekki dauður miðill. Þetta svínvirkaði,“ segir Anton, sem bjóst við að einhverjir væru til í að leggja það á sig að mæta berir en þessi fjöldi kom honum verulega á óvart.

En að sjálfsögðu munum við standa við auglýsinguna gagnvart hinum.“

Anton var gagnrýndur fyrir að gefa aðeins tíu fyrstu GSM-síma og Neytendasamtökin fóru að hlutast til um málið; að sjá til þess að hinir tíu fengu einnig GSM-síma.

Anton svaraði þessari gagnrýni svona:

„Í auglýsingunni er boðinn sími. Það var ekki tekið fram að aðeins þeir sem kæmu naktir fengju gefins GSM-síma. Hinum var boðinn sími og einn þáði hann.“

En málið hafði líka aðrar afleiðingar en meint brot á neytendalöggjöfinni.

Í lögreglusamþykkt var bannað að striplast á almannafæri og særa þannig blygðunarsemi fólks.

Helgarpósturinn upplýsti að RLR rannsakaði meint hópblygðunarbrot. Anton varðist fimlega.

„Ja, það var engum þröngvað úr. Þeir gerðu þetta allir af fúsum og frjálsum vilja. Ég hef ekkert heyrt frá RLR ennþá,“ sagði hann og taldi sig ekki hafa misboðið almenningi með þessari hugmynd. Hann setur reyndar stórt spurningarmerki við þessa lögreglusamþykkt sem tekur til blygðunarsemi. Anton sagði langt því frá að hér hafi verið um örvæntingarfulla auglýsingabrellu að ræða.

„Þetta átti nú bara að brjóta upp hversdagsleikann með smáhúmor og hafa gaman af.“

Anton kvaðst hafa fengið jákvæð viðbrögð frá öðrum kaupmönnum og ekki orðið var við öfund í sinn garð fyrir áhrifaríka auglýsingu.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -