Föstudagur 12. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

25 ákærðir í Bankastrætismálinu: Mennirnir sem slösuðust vilja 15 milljónir í bætur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

25 einstaklingar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara í tengslum við rannsóknarinnar á hnífaárásinni er átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember síðastliðnum.

Kemur fram að einn sé ákærður fyrir tilraun til manndráps, en það var RÚV sem greindi frá fyrst.

Einn aðili sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps og tíu aðilar fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás; fjórtán fyrir hlutdeild í árásinni áðurnefndu.

Þrír slösuðust í hnífaárásinni.

Sá er ákærður er fyrir manndrápstilraunina hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald; en sá aðili hefur verið í gæsluvarðhaldi í um 12 vikur – en það er mesti mögulegi tími í gæsluvarðhaldi án útgáfu ákæru.

Er manninum gefið að sök að hafa stungið þrjá menn, en hinir 10 hafi veist að þeim spörkum og kýlingum.

- Auglýsing -

Kemur fram að mennirnir þrír sem slösuðust þetta umrædda kvöld krefjast 15 milljóna króna í bætur.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -