Fimmtudagur 12. september, 2024
3.8 C
Reykjavik

40% nýrra starfa undanfarin ár urðu til í ferðaþjónustu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands er fjölgun starfa milli 2010-2018 að mestu leiti í ferðaþjónustu. Starfsfólki í greininni hefur fjölgað um rúmlega 16 þúsund sé tekið mið af meðaltölum áranna. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar.

Fjöldi starfsfólks á vinnumarkaði hér á landi fjölgaði um rúm 40 þúsund frá 2010-2018. Ferðaþjónustan skapaði því fjögur af hverjum tíu störfum sem urðu til á þessum átta árum.

Nokkur fækkun starfsfólks í ferðaþjónustu var milli 2008-2009. Mikil og stöðug fjölgun hefur svo verið til ársins 2018. Mesta fjölgunin var í rekstri gististaða og veitingasölu og -þjónustu eða um tæp átta þúsund. Þá var næstmesta fjölgunin í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð eða um 5.700 manns. Til samanburðar hafði starfsfólki í greininni fækkað um helming milli 2008-2010, úr 15 þúsund í 7.500 manns.

Rekstur ferðaskrifstofa og tengd starfsemi var með þriðju mestu fjölgunina. Þar á eftir komu flutningar með flugi og smávöruverslun. Á fyrstu þremur mánuðum 2018 og 2019 fækkaði störfum um 630 í þessum greinum, fyrst og fremst í rekstri gististaða. Áhrif gjaldþrots WOW air er ekki í þessum tölum þar sem flugfélagið var enn í rekstri.

Þær níu greinar með mestu fjölgunina skiluðu um 27.500 nýjum störfum eða tæplega 70% nýrra starfa í hagkerfinu milli 2010-2018.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -