Föstudagur 24. maí, 2024
9.3 C
Reykjavik

Aðalsteinn áfrýjar ekki: „Upp­lif­un margra að mín per­sóna hafi verið dreg­in inn í deil­una“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðal­steinn Leifs­son rík­is­sátta­semj­ari er á því að hann hafi gert allt rétt í kjara­deil­um SA og Efl­ing­ar.

Segir hann ekki vilja að hans per­sóna verði hindr­un í veginum til að ná fram niður­stöðu í deil­un­um; ætlar hann þess vegna að stíga til hliðar:

„Ástæðan er ein­fald­lega sú að mín upp­lif­un, og ég hugsa að það sé upp­lif­un margra, er að mín per­sóna hafi á viss­an hátt verið dreg­in inn í deil­una sem mér finnst ekki vera sann­gjarnt. Það er engu að síður staðan,“ seg­ir Aðal­steinn í sam­tali við mbl.is:

„Sam­kvæmt mín­um gild­um þá geng­ur málið alltaf fram­ar per­són­unni. Ég vil alls ekki að mín per­sóna verði á ein­hvern hátt hindr­un í vegi þess sem skipt­ir öllu máli, sem er að ná niður­stöðu í þess­ari kjara­deilu. Þess vegna nefndi ég þenn­an mögu­leika við fé­lags- og vinnu­málaráðherra að hann gæti skipað sér­stak­an sátta­semj­ara í þess­ari deilu, eða sátta­nefnd,“ seg­ir Aðal­steinn, sem er þó ekki að segja starfi sínu lausu sem rík­is­sátta­semj­ari:

„Það er sér­stök laga­heim­ild til þess að skipa sátta­nefnd eða sér­stak­an sátta­semj­ara í erfiðum kjara­deil­um. Það er ein­mitt vegna þess að þegar rík­is­sátta­semj­ari eða aðrir stíga inn í erfiðar deil­ur á milli tveggja stríðandi fylk­inga þá get­ur alltaf sú staða komið upp að það sé skyn­sam­legt að skipta inn á. Ég hygg að ég hafi gert allt rétt.“

Bætir þessu við:

- Auglýsing -

„Það er alltaf ákveðið áhættu­atriði að stíga inn í erfiða og þunga og harða deilu á milli tveggja stríðandi fylk­inga og það er að sýna sig núna.“

Aðal­steinn tekur það fram að úr­sk­urðinum verði ekki áfrýjað:

„Dóm­ur­inn staðfest­ir að miðlun­ar­til­lag­an er lög­lega fram­sett. Það er ekki gerður ágrein­ing­ur um það held­ur, að rík­is­sátta­semj­ari hef­ur heim­ild til þess að gefa fyr­ir­mæli fram­kvæmd at­kvæðagreiðslu.

- Auglýsing -

Hins veg­ar kemst dóm­ur­inn að þeirri niður­stöðu að rík­is­sátta­semj­ara sé ekki heim­ilt að sækja kjör­gögn. Þá er kom­in upp ákveðin pattstaða þar sem við erum með lög­lega fram­setta miðlun­ar­til­lögu sem ber að greiða at­kvæði um. Við erum með heim­ild rík­is­sátta­semj­ara til þess að gefa fyr­ir­mæli um at­kvæðagreiðsluna, en ekki heim­ild til þess að knýja fram á um fram­kvæmd­ina. Þar við sit­ur,“ seg­ir Aðal­steinn og bætir því við að á meðan Efl­ing muni ekki leggia fram sína kjör­skrá þá sé þetta tæki rík­is­sátta­semj­ara, að leggja fram miðlun­ar­til­lögu, alveg óvirkt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -