Fimmtudagur 12. september, 2024
4.8 C
Reykjavik

Agnieszka nýr for­maður Eflingar: „Ég bara elskaði Ísland þegar ég sá landið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Agnieszka Ewa Ziól­kowska er nýr for­maður Eflingar og kem­ur til með að gegna því fram að næstu for­manns- og stjórn­ar­kosn­ing­um. Efling mun halda áfram róttækri stefnu sinni í málefnum verka- og láglaunafólks samkvæmt henni.

Agnieszka er 37 ára gömul og fædd­ist í Pól­landi. Hún hefur búið hér á landi í 15 ár og seg­ist hún alla tíð hafa unnið lág­launa­störf – og verið í Efl­ingu lengst af, hún var í viðtali hjá Kjarnanum.

Agnieszka seg­ist ekki ætla að taka afstöðu með eða á móti fyrrum for­ystu eða starfs­fólki Efl­ingar – hún segir að hún virði skoð­anir allra sem hlut eiga að máli. Hún telur enn fremur að öld­urnar hafi tekið að lægja og finnur hún ótví­rætt fyrir stuðn­ingi innan stétt­ar­fé­lags­ins til að halda áfram bar­átt­unni. Hennar áhersla varði fyrst og fremst félags­menn Efl­ingar og þjón­ustu við þá.

Faðir hennar bjó á Íslandi og bauð henni að koma hingað í frí fyrir hálfum öðrum ára­tug.

„Ég bara elskaði Ísland þegar ég sá landið og ég ákvað að ég vildi eiga hér heima. Áður en ég flutti hafði ég í huga að kaupa mér íbúð í Pól­landi og safna fyrir henni með ein­hverjum hætti. En þegar ég kom til Íslands gerði ég mér grein fyrir því að ég vildi ekki íbúð í Pól­landi heldur var draumur minn að festa rætur hér í stað­inn.“

Agnieszka var mjög virkur trún­að­ar­maður og seg­ist hún meðal ann­ars hafa skipu­lagt verkföll fyrir síð­ustu kjara­við­ræð­ur. Í gegnum það ferli kynnt­ist hún verka­lýðs­hreyf­ing­unni enn frekar og einnig starfs­fólki Efl­ing­ar.

- Auglýsing -

„Þetta leiddi mig að þeim tíma­punkti að ég var kjörin vara­for­maður stétt­ar­fé­lags­ins árið 2019.“ Hún hafði þá nýlega eign­ast barn og því hóf hún störf hjá Efl­ingu stuttu seinna eftir fæð­ing­ar­or­lof.

Þegar hún er spurð um næstu skref innan Eflingar segir hún: „ég tel að við munum stíga nauð­syn­legt skref til að leysa málin far­sæl­lega. Við verðum að tryggja það að stétt­ar­fé­lagið geti haldið áfram að starfa fyrir félags­menn sína.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -