Sunnudagur 21. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Albert fær 26 milljónir: „Þurfti að þola að vera dæmd­ur sek­ur fyr­ir aðild að hvarfi Guðmund­ar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenska rík­inu hef­ur verið gert að greiða Al­berti Kla­hn Skafta­syni upphæð er nemur 26 millj­ón­um króna í bæt­ur.

Albert var einn sak­born­inga í hinum alræmdu og illræmdu Guðmund­ar- og Geirfinns­mál­um sem hafa ásótt íslensku þjóðinina eins og draugur í áratugi.

Kemur fram að Albert krafði ríkið um 200 millj­ón­ir króna vegna frels­is­svipt­ing­ar sem og miska sem hann varð fyr­ir vegna máls­ins.

Hafði Al­bert áður fengið greidd­ar 15 millj­ón­ir króna í bæt­ur úr rík­is­sjóði árið 2020 og sú fjár­hæð kem­ur til frá­drátt­ar þeirri upphæð sem nú hef­ur verið ákvörðuð.

Að því er kem­ur fram í dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur var kröfu Al­berts um 8 millj­óna króna bæt­ur vegna fjár­tjóns sem hann varð fyrir vegna tekjum­issis vísað frá dómi.

Gjaf­sókn­ar­kostnaður Al­berts mun greiðast úr rík­is­sjóði; þókn­un lög­manns hans upp á 4 millj­ón­ir króna.

- Auglýsing -

Í niður­stöðu dóms­ins segir að Al­bert eigi rétt á miska­bót­um vegna gæslu­v­arðhaldsvist­ar; sak­fell­ing­ar sem og afplán­un­ar vegna máls­ins:

„Verður einnig litið til þess að stefn­andi þurfti um langt ára­bil að þola að vera dæmd­ur sek­ur fyr­ir aðild að hvarfi Guðmund­ar, til þeirr­ar and­legu og lík­am­legu raun­ar sem sak­fell­ing­in og frels­is­svipt­ing­in olli hon­um, til þess að hann sætti van­v­irðandi meðferð í gæslu­v­arðhald­i, til þess að sak­fell­ing hans var gerð á grund­velli rann­sókn­ar og málsmeðferðar sem braut gegn rétti hans sem sak­born­ings til rétt­látr­ar málsmeðferðar, og af­leiðinga alls fram­an­greinds á and­lega og lík­am­lega heilsu hans,“ seg­ir ennfremur í niður­stöðunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -