Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Appelsínugul viðvörun og 40 metrar á sekúndu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landið verður gult og appelsínugult að lit í dag er veðurviðvaranir taka gildi enn eina ferðina. Viðvaranirnar verða á öllu landinu í dag en samkvæmt vef veðurstofunnar er spáð talsverðri rigningu, slyddu og hvassviðri.

Á höfuðborgarsvæðinu tekur appelsínugul viðvörun gildi klukkan níu í dag en búast má við vindhviðum sem ná allt að 35 metrum á sekúndu. Aukið afrennsli verður í borginnni og vatnavextir sem geta vadið tjóni.
Þá tekur appelsínugul viðvörun einnig gildi klukkan níu við Breiðafjörð og veðuraðstæður sömu og á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er hvatt til þess að hreinsa frá niðurföllum til þess að koma í veg fyrir vatnstjón. Á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra verður veðurviðvörun einnig appelsínugul og hviður allt að 40 metrar á sekúndu. Á miðhálendi eru aðstæður eru taldar hættulegar og ekkert ferðaveður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -