Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ásakanir Steinunnar um arðgreiðslur Íslandshótela rangar: 800 manns deildu færslunni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fór með rangt mál þegar hún sakaði Íslandshótel um að hafa greitt arðgreiðslur á sama tíma og fyrirtækið hafi þegið uppsagnastyrk upp á 642 milljónir. Steinunn sendi frá sér Facebook-færslu á dögunum um hvernig leysa mætti kjaradeilu verkafólks sem starfar hjá Íslandshótelum. Færslan fékk hátt í 800 deilingar. Þar fullyrðir Steinunn að íslenska þjóðin hafi borið hótelkeðjuna í gegnum Covid faraldurinn og gefið hótelkeðjunni fjármuni, sem á sama tíma hafi  greitt hluthöfum sínum út arð:

„Á sama tíma greiddu eigendur Íslandshótela sér 600 milljónir kr. í arð. En það þykir auðvitað dónaskapur að velta því fyrir sér hvað fólk gerir fyrir gjafafé. Svo sögðu þeir upp ríflega 500 manns.“ 

Rangfærslur um arðgreiðslur

Til rökstuðnings vísaði Steinunn Ólína í hlekk frá febrúar 2021 í síðu Kveiks á RÚV en þar segir: „Stjórnvöld hafa styrkt fyrirtæki landsins um milljarða króna til að greiða laun starfsfólks á uppsagnarfresti. Sum fyrirtækjanna höfðu greitt hluthöfum sínum hundruð milljóna, jafnvel milljarða, í arð árin fyrir faraldurinn.“ 

Mannlíf kynnti sér ársreikninga Íslandshótela á tímabilinu 2018 – 2022 en enginn arður hefur verið greiddur frá 2020. Eru því fullyrðingar sem koma fram í færslunni rangar. Rétt er að árin fyrir Covid faraldurinn greiddi fyrirtækið hluthöfum arðgreiðslur.

Styrkirnir sem vísað er í voru sérstakir uppsagnarstyrkir en voru þeir ný tegund ríkisstyrkja ætlaðir fyrirtækjum í fjárhagskröggum sökum faraldursins. Ríkið hljóp þar með undir bagga og greiddi uppsagnarfrest starfsfólksins. Skilyrði styrkveitingar ríkisins var að fyrirtæki gætu sýnt fram á að að minnsta kosti 75 prósent samdráttur hafi orðið í rekstri vegna Covid faraldursins.

- Auglýsing -

Þá ýjar Steinunn að því að rétt væri að Íslandshótel ættu að þakka þjóðinni fyrir sig og sakar fyrirtækið um að halda starfsfólki sínu í sárafátækt:

„Þá munar ekkert um það og það myndi sýna okkur þjóðinni sem bar Íslandshótel á höndum sér í gegnum Covid að þeir skilji að þeir standa í þakkarskuld við okkur og samfélagið okkar sem vill ekki að verkafólk sem vinnur erfiðisvinnu á hótelum þeirra sé haldið í sárafátækt.
Íslandshótel myndu líka með því sýna samfélagslega ábyrgð sem er alltaf smart move fyrir fyrirtæki. Íslandshótel gætu að auki sannað að starfsfólk þeirra er metið að verðleikum og að á sanngjarnar kröfur þeirra er hlustað á sama hátt og íslenska þjóðin svaraði kalli Íslandshótela á erfiðum tímum.“

Fyrstu verkföll Eflingar

Efling hóf ótímabundin verkföll liðlega 300 félagsmanna 7. febrúar síðastliðinn hjá sjö hótelum á höfuðborgarsvæðinu sem öll tilheyra Íslandshótelum. Í dag rúmri viku seinna munu fleiri hótel bætast í hópinn. Hátt hefur farið fyrir framgangi félagsmanna Eflingar í verkfallsvörslu hjá Íslandshótelum en frést hefur að 30 manna hópur hafi mætt með gjallarhorn, ónáðað gesti þannig að nágrannar og starfsfólk hótelanna þurfti að kalla eftir aðstoð lögreglu.

- Auglýsing -

Mannlíf leitaði viðbragða Davíðs Torfa Ólafssonar, framkvæmdastjóra Íslandshótela sem staðfesti að um rangfærslur væri að ræða í færslu Steinunnar Ólínu.

Hér að neðan má sjá færslu Steinunnar í heild:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -