Þriðjudagur 21. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Átta konur sem sjá eftir brjóstastækkun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útlitsdýrkun virðist vera mikil í stjörnuheimum, og hefur verið það um áratugaskeið, bæði meðal karla og kvenna. Einhverjar konur hafa talað mjög opinskátt um þær aðgerðir sem þær hafa farið í til að breyta útliti sínu, en hér fyrir neðan eru átta konur sem hafa látið stækka brjóst sín og séð eftir því.

Melissa Gilbert

Leikkonan lét fjarlægja brjóstapúða árið 2015 og hefur sagt að það sé það gáfaðasta sem hún hefur gert. Þá er Melissa líka hætt í Botox-sprautum og að láta lita hár sitt.

Hún hefur einnig látið hafa eftir sér að viðhorf hennar til öldrunar hafi breyst þegar hún varð ástfangin af eiginmanni sínum, Timothy Busfield, en þau tvö gengu í það heilaga árið 2013. Þá hafi hún fundið hugrekki til að vera hún sjálf. Hún var einnig hrædd um að brjóstapúðarnir myndu byrja að leka og því lét hún fjarlægja þá.

Crystal Hefner

Ekkja Playboy-kóngsins Hugh Hefner lét fjarlægja brjóstapúða átta árum eftir að hún lét setja þá í. Púðarnir voru farnir að valda henni ýmsum kvillum, svo sem verkjum, sársauka í þvagblöðru og þreytu. Þetta útskýrði Crystal á Facebook- síðu sinni og sagði að púðarnir hefðu hægt og bítandi verið að eitra fyrir henni.

„Ég tók strax eftir því að verkir í hálsi og öxlum hurfu og ég náði betur að draga andann,“ skrifaði Crystal og bætt við:

„Ég veit að ég verð ekki 100% betri yfir nóttu. Það tók púðana átta ár að gera mig svona veika og ég veit að það tekur tíma að ganga til baka.“

- Auglýsing -

Kourtney Kardashian

Raunveruleikastjarnan var 22ja ára þegar hún fór í brjóstastækkun og sér eftir því í dag.

„Ég myndi ekki gera þetta ef ég gæti farið til baka. Ég var svo sæt fyrir stækkunina,“ sagði Kourtney í viðtali við Showbiz Spy árið 2011.

- Auglýsing -

„Ég geri mér grein fyrir að ég á að líta út á vissan hátt frá náttúrunnar hendi og ég er að íhuga það að láta fjarlægja púðana.“

Pamela Anderson

Pamela hefur sagt opinberlega að brjóstastækkunin sé hennar helsta eftirsjá. Hún lét taka púðana úr árið 1999 og var hæstánægð með þá ákvörðun.

Tori Spelling

Leikkonan lét stækka brjóst sín þegar hún var rúmlega tvítug og sagði í viðtali við Good Morning America árið 2011 að það hefði ekki verið hennar besta ákvörðun.

„Ef ég hefði vitað að það gæti hugsanlega haft áhrif á mjólkurmyndun þá hefði ég ekki gert þetta,“ sagði Tori þá. Þremur árum síðar lét hún taka púðana úr.

Victoria Beckham

Þegar Kryddpíurnar voru sem vinsælastar lét Victoria Beckham stækka brjóst sín. Hún hefur ekki mikið tjáð sig um fegrunaraðgerðir en sagði í viðtali við Allure árið 2014 að hún hefði látið fjarlægja púðana.

Heather Morris

Glee-stjarnan sá mikið eftir því að hafa farið í brjóststækkun, eitthvað sem hafði verið draumur síðan hún var ung.

„Það var erfitt að hreyfa sig því mér var alltaf illt í brjóstunum. Þetta var mikill sársauki og mig langaði ekki að líða illa þannig að þau þurftu að fara,“ sagði Heather í viðtali við Fitness árið 2011.

Karen McDougal

Fyrrverandi Playboy-fyrirsætan fór í brjóstastækkun árið 1996 til að auka sjálfstraust sitt en sjö árum síðar fór hún að finna fyrir ýmsum kvillum, svo sem ofnæmi og verkjum í skjaldkirtli.

„Ég varð veik á nokkurra mánaða fresti og var lasin í sex til átta vikur í senn,“ sagði hún í viðtali við PEOPLE. Karen lét fjarlægja brjóstapúðana árið 2016.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -