Laugardagur 20. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Auður Jónsdóttir rithöfundur: „Ég held ég hafi verið 10 eða 11 ára þegar ég var að skrifa sögur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hún er barnabarn Nóblesskáldsins, Halldórs Laxness. Byrjaði að skrifa sem barn, svo sem þegar hundurinn hennar drapst. Og síðar þegar hún varð fyrir ástarsorg í fyrsta skipti. Hún fann að þessi gjörningur, að skrifa, veitti henni vellíðan.

Hjálpar það henni að vera barnabarn Nóbelsskáldsins?

„Ég hef reynt að spyrja mig að þessu sjálf. Ég er alin upp í og við Gljúfrastein. Af því að ég átti svo unga foreldra og var elsta barnabarnið þá var ég rosa mikið með ömmu og afa. Var mikið þar. Ég held ég hafi verið 10 eða 11 ára þegar ég var að skrifa einhverjar sögur og amma var að vélrita þær fyrir mig á ritvélina til að senda í Æskuna. Hún var alltaf mikill stuðningsmaður.

Það var aldrei neinn menningarrembingur þar. Þetta var meira eins og heimili uppi í sveit. Og mikið líf og fjör, fólk, kökur og hundar. En þegar maður hugsar til baka þá var þar mikil tónlist. Það var alltaf verið að spila á flygilinn, þar var mikið af bókum og ég var bókaormur. Og það þótti vera sjálfsagt að setjast við skriftir. Hann fór á hverjum degi upp að skrifa og hún að vélrita. Svo var mamma að skrifa í blöð og þýða, systir hennar að skrifa kvikmyndahandrit og pabbi vísindaritgerðir. Mér þótti þetta vera sjálfsagt,“ segir Auður Jónsdóttir rithöfundur í forsíðuviðtali Mannlífs.

 

Lesa meira hér

- Auglýsing -

Hér er hægt að horfa á viðtalið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -