Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Auður sakaður um siðleysi og tvískinnung: Meint ofbeldi hans til skoðunar hjá Þjóðleikhúsinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Meint ofbeldi tónlistarmannsins Auðuns Lútherssonar, betur þekkts sem Auður, í garð kvenna og meintar tilraunir hans til að fá ólögráða stúlkur til kynferðislegra athafna gegn undirritun þöggunarsamnings er komið á borð hjá stjórnendum Þjóðleikhússins og er til skoðunar hjá leikhúsinu. Þetta staðfestir Jón Þ. Kristjánsson, forstöðumaður samskipta hjá Þjóðleikhúsinu við DV í dag.

Auður, sem er verktaki hjá Þjóðleikhúsinu sér um hljóðheim uppsetningar á leikritinu Rómeó og Júlía en einnig hafði verið ákveðið að tónlistarmaðurinn kæmi fram á næstu tónleikum Bubba, sem verða haldnir í Hörpu þann 16. júní næstkomandi. Engin breyting verður þar að sögn umboðsmanns Bubba, Ísólfs Haraldssonar sem staðfesti við DV  í dag að uppröðun listamanna standi óbreytt.

Hvorki Auður né Steinunn Camilla, umboðsmaður hans hafa brugðist við margítrekuðum fyrirspurnum DV undanfarna viku og hefur Auður látið lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum að sama skapi. Tónlistarmaðurinn tísti síðast stuðningsorðum til þolenda gegnum Twitter í byrjun maí mánaðar og sagði átakanlegt að sjá svart á hvítu hversu algengt kynferðisofbeldi er. Hér má sjá færsluna sem hleypti illu blóði í almenning og vakti reiði og furðu margra.  

 

Færslan vakti hörð viðbrögð netverja og sögðu einhverjir tónlistarmanninn vera hræsnara og tísta siðlausum tvískinnungi. Óvíst er þó hvort slíkir samningar hafi nokkru sinni verið gerðir, Mál tónlistarmannsins er til skoðunar og bíða menn nú fregna frá Þjóðleikhúsinu um hvort leikhússtjórnendum þyki efni til aðgerða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -