Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Augljós brottrekstur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurður Kári, lögmaður séra Skírnis, staðfestir að biskupi hafi verið sent bréf í fyrradag þar sem uppsögninni sé harðlega mótmælt og þess krafist að hún verði dregin til baka. Skírnir mun ella krefjast miska- og skaðabóta frá kirkjunni.

„Þessi brottvikning er að mínu mati ólögmæt og í andstöðu við öll gildandi lög og reglur sem hann varða. Séra Skírnir mótmælir því harðlega að hafa rofi trúnaðarskyldur í viðtali við fjölmiðla og því að hafa gerst brotlegur við starfs- og siðareglur sem um hann gilda. Af þeim ástæðum er þess krafist að biskup afturkalli ákvörðun sína,“ segir Sigurður Kári.

Sigurður Kári Kristjánsson

Aðspurður segir lögmaðurinn ljóst að séra Skírnir hafi verið rekinn þótt biskup kalli þetta þjónustulok og hafi hafnað því að um uppsögn væri að ræða.

„Það er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi en sem tafarlausa uppsögn séra Skírnis frá störfum. Ef við þessum kröfum verður ekki orðið er viðbúið að hann geri kröfu um skaðabætur frá kirkjunni vegna ólögmætrar uppsagnar og um miskabætur vegna þessarar ólögmætu meingerðar gegn hans æru, persónu og áratugastarfsheiðri.“

Agnes hefur frest fram í miðja næstu viku til að svara erindi Skírnis. „Það er ríflegur frestur sem biskupi er gefinn, að minnsta kosti ríflegri heldur en séra Skírni hefur verið gefinn,“ segir Sigurður Kári.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -