Laugardagur 15. júní, 2024
14.8 C
Reykjavik

Bæjarstjóri og slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar kjósa að tjá sig ekki um mál Andreu Bjarkar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það gekk eiginlega bara allt út á það hjá þessum aðilum að finna eitthvað á mig,“ segir Andrea Björk Sigurvinsdóttir, sem var eina konan í slökkviliði Fjarðabyggðar þegar hún hóf störf þar sumarið 2017. Hún hafði reynslu af sjúkraflutningum og brennandi áhuga á starfinu, sótti sér aukna menntun í því og lagði sig alla fram. Fljótlega fór þó að bera á því að ýmsir samstarfsmenn hennar voru ekki hrifnir af því að fá konu sem starfsfélaga og Andrea upplifði síendurtekið áreiti innan slökkviliðsins sem endaði með því að hún brotnaði saman og hætti samkvæmt læknisráði. Hún hefur nú lagt fram formlega kvörtun vegna kynbundins áreitis og eineltis eftir að hafa ítrekað verið hunsuð af yfirmönnum slökkviliðsins þegar hún kvartaði. Á endanum hrökklaðist hún úr bænum og flutti til Dalvíkur ásamt eiginmanni og börnum, en hún er enn óvinnufær og treystir sér ekki ein út í búð, hvað þá meira, svo djúpstæð áhrif hafði eineltið á hana.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Bæjarstjóri og slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar kjósa að tjá sig ekki um málið

Mannlíf hafði samband við bæjarstjóra Fjarðabyggðar, Karl Óttar Pétursson, og slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarðabyggðar, Guðmund Helga Sigfússon, og lagði fyrir þá nokkrar spurningar í tölvupósti. Báðir svöruðu þeir því til að þeim væri því miður ekki unnt að tjá sig um mál einstakra starfsmanna slökkviliðsins. Spurningarnar sem þeir fengu og svör þeirra fara hér á eftir.

Karls Óttars Pétursson bæjarstjóri Fjarðabyggðar Mynd / Fjarðabyggð

Spurningar til Karls Óttars Péturssonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar:

Hefur meint áreiti á hendur Andreu Björk komið til kasta bæjarstjóra?

Ef svo er hver er niðurstaða þín eða skoðun þín á málinu?

- Auglýsing -

Hefur bæjarfélagið eða starfsmannastjóri þess látið gera úttekt á málinu með það fyrir augum að upplýsa hvað gerðist innan slökkviliðsins?

Er ástæða til aðgerða innan slökkviliðsins eða hefur verið gripið til aðgerða?

Hefur þáverandi starfsmannastjóri bæjarfélagsins skilað skýrslu eða minnispunktum um afskipti sín af málinu?

- Auglýsing -

Hyggst bæjarstjóri skoða málið frekar og hver er afstaða bæjarfélagsins til kröfu Andreu um miskabætur vegna málsins?

Svar Karls Óttars:

„Ég get því miður ekki tjáð mig um málefni einstakra starfsmanna Slökkviliðs Fjarðabyggðar, eða einstök mál þeim tengd.

Komi upp mál sem varða vinnuvernd og heilbrigði á vinnustað er unnið með þau eftir faglegu ferli innan hverrar stofnunar sveitarfélagsins, eins og gildandi lög og kjarasamningar gera ráð fyrir. Mál eru auk þess unnin í samræmi við þær leiðbeiningar og reglur sem Fjarðabyggð hefur sett sér varðandi þetta og nálgast má á heimasíðu sveitarfélagsins, fjardabyggd.is.“

Guðmundur Helgi Sigfússon slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar Mynd / Fjarðabyggð

Spurningar til Guðmundar Helga Sigfússonar, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Fjarðabyggðar:

Hefur þú gripið til aðgerða á vinnustað þínum vegna máls Andreu Bjarkar?

Kannast þú við lýsingu hennar á því áreiti sem hún segir frá og liggja til grundvallar þeirri rannsókn sem gerð var á málinu af hálfu bæjarfélagsins?

Getur þú staðfest að þú hafir orðið þess var að ekki var allt með felldu í samskiptum sumra annarra starfsmanna við Andreu Björk?

Til hvaða aðgerða hefur þú gripið vegna ásakana á hendur undirmanni/undirmönnum þínum?

Andrea segir að sá sem hún kvartaði mest undan, og hún hafi hitt á fundi með þér til að leita sátta, hafi neitað að skrifa undir fundargerðina nema tryggt yrði að hún færi ekki fyrir augu annarra. Er það rétt og ef svo er hví samþykktirðu þá beiðni hans?

Eru allir þeir sem Andrea kvartaði undan enn í starfi hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar?

Verða einhverjar breytingar gerðar á starfsmannamálum slökkviliðsins í kjölfar málsins?

Svar Guðmundar Helga:

„Ég get því miður ekki tjáð mig um málefni einstakra starfsmanna Slökkviliðs Fjarðabyggðar, eða einstök mál þeim tengd.

Komi upp mál sem varða vinnuvernd og heilbrigði á vinnustað er unnið með þau eftir faglegu ferli eins og gildandi lög og kjarasamningar gera ráð fyrir. Mál eru auk þess unnin í samræmi við þær leiðbeiningar og reglur sem Fjarðabyggð hefur sett sér varðandi þetta og nálgast má á heimasíðu sveitarfélagsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -