Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Bæjarstjórinn sem sagði upp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Björn Hákonarson sagði í dag starfi sínu lausu sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar; mun hann starfa áfram sem bæjarstjóri næstu vikurnar og ljúka störfum í mars, og vinna við að ráða nýjan bæjarstjóra er þegar hafin.

Hann fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og byrjar færslan svona:

„Dagurinn í dag felur í sér ákveðin tímamót í mínu lífi þar sem ég tilkynnti bæjarráði Fjarðabyggðar í morgun þá ákvörðun mína að segja upp starfi mínu sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar og í framhaldi af starfslokum mínum í því starfi mun ég óska eftir leyfi frá störfum frá bæjarstjórn Fjarðabyggðar út árið 2023.“

Jón Björn segir að „síðustu ár í starfi bæjarstjóra hafa verið afar annasöm, en á sama tíma ákaflega gefandi. Ég hef frá árinu 1994 helgað sveitarstjórnarmálum megnið af mínum tíma og ég lít stoltur og ánægður um öxl yfir þann tíma. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vinna að fjölbreyttum verkefnum fyrir samfélagið okkar á þesum tíma, hvort sem er innan nefnda sveitarfélagsins, í bæjarstjórn og nú síðast sem bæjarstjóri.

Það hafa verið mikil forréttindi að fá að vinna að málum sveitarfélagins með fjölmörgum öflugum og skemmtilegum kjörnum fulltrúum úr hinu pólitíska umhverfi hverju sinni. Það hefur ekki síður verið gefandi að vinna með starfsmönnum sveitarfélagsins.“

Hann bendir á að „sveitarfélagið á mikinn auð í sínum starfsmönnum sem hefur verið gott að vinna með í gegnum tíðina. Þegar ég velti fyrir mér öllum þeim málum sem ég hef fengið að koma að þá veit ég eiginlega ekki hvað stendur þar upp úr því þetta hefur eiginlega allt verið jafn gaman að fá að vinna að.

- Auglýsing -

Sameiningarnar sem myndað hafa Fjarðabyggð tel ég hafa verið mikið gæfuspor fyrir samfélagið allt. Öll sú mikla tvinnuuppbygging sem hér hefur átt sér stað, sá árangur sem náðst hefur þó í samgöngubótum, velferðarmálin og breytingar á þeim vettvangi í aukinni þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra og almenna velferð í Fjarðabyggð.“

Jón Björn nefnir að „allt eru þetta risavaxinn verkerfni en eins og alltaf þegar horft er í baksýnisspegilinn hefði maður viljað gera sumt öðruvísi og annað betur en vonandi er það fleira sem eftir liggur sem hefur reynst samfélaginu til góða eftir afrakstur samvinnu við svo margt gott fólk og íbúa hverfanna okkar. Heilt yfir hefur, eins og ég sagði áðan, þessi tími minn á vettvangi sveitarstjórnarmála í Fjarðabyggð verið afar skemmtilegur og gefandi og ég er pínu meyr yfir að hafa fengið traust til þessara verka svona lengi.“

Hann segir frá því að hann hafi haft áhyggjur af orðræðu kjörinna fulltrúa, og hann er ósáttur hvað þetta varðar:

- Auglýsing -

„Ég neita því þó ekki að síðustu misseri hef ég haft ákveðnar áhyggjur af því hvernig orðræða um störf kjörinna fulltrúa er að þróast og gagnrýni og rökræða um málefni hefur þróast yfir á persónulegar nótur á samfélagsmiðlum og í almennri umræðu. Því þurfum við að breyta í samfélaginu okkar til að gera störf kjörinna fulltrúa eftirsóknarverð til framtíðar litið. Það er eðlilegt að við höfum mismunandi skoðanir og lífssýn og rökræða fari fram um þær á eðlilegum vettvangi án þess að persónum sé blandað þar inn á stundum ósmekklegan hátt. Þannig viljum við að lýðræðið virki.“

Jón Björn segir að endingu að „næstu dagar fara í að ganga frá og koma málum sem ég hef verið að vinna í innan sveitarfélagsins í farveg ásamt því að ljúka því sem ljúka þarf. Að því loknu mun ég taka mér góðan tíma til að hlaða batterýin og sinna vinum og fjölskyldu, í framhaldi af því mun ég síðan fara að horfa í kringum mig eftir nýjum verkefnum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -