Þriðjudagur 10. desember, 2024
2.9 C
Reykjavik

Bjarni fordæmir skemmdarverk á ráðuneytinu og óhróður: „Tveir hettuklæddir menn mættu þangað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Ég legg áherslu á að fólk haldi sig innan ramma laganna. Að sletta málningu á opinberar byggingar er til dæmis skýrt lögbrot. Í morgun þurfti að afmá ummerki skemmdarverka á Utanríkisráðuneytinu,“ skrifar Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra á Facebook um framgöngu þeirra sem styðja hælisleitendur í baráttu þeirra við yfirvöld. Hann hefur meðal annars verið uppnefndur barnamorðaráðherra.

Rauð málning

Deilan hófst með yfirlýsingu ráðherrans um að tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll væru „hörmung“. Harðar deilur hafa orðið vegna þessa. Þær tóku á sig nýjan brag þegar menn í dulargervi mættu að utanríkisráðuneytinu, að sögn Bjarna.
„Tveir hettuklæddir menn mættu þangað snemma morguns og slettu rauðri málningu á bygginguna. Hreinsun er lokið og málið til meðferðar hjá lögreglu.,“ skrifar Bjarni.
Hann leggur áherslu á að við búum í lýðræðisríki. Það sé einkenni slíkra ríkja að þar skiptist fólk á skoðunum. Ráðherrann svarar þeim sem hafa fordæmt ummæli hans og líkt við fasisma.

Áhyggjur af skautun

„Um þessar mundir er mikil skautun umræðunnar orðin vaxandi áhyggjuefni víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Hefur sú þróun ítrekað orðið að umræðuefni á fundum mínum með utanríkisráðherrum vina- og samstarfsþjóða. Nú er svo komið að ég tel að við þurfum að hafa raunverulegar áhyggjur af þessu sama á Íslandi,“ skrifar Bjarni.
Hann áréttar skoðun sína um hörmung á Austurvelli.
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé algjörlega óásættanlegt að mótmælendur tjaldi og gisti á Austurvelli um lengri tíma,“ skrifar hann.
Svo víkur hann að baráttukonunni Semu Erlu Serdaroglu, sem hefur ýjað að því að ráðherrann hefði brotið lög með ummælum sínum um flótteamennina.
„Þeir sem lengst ganga segja færslu mína fyrir helgi vera hreina útlendingaandúð. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins segir Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Háskóla Íslands og stofnandi Solaris, að ég hafi uppi óhróður um hóp fólks og sé í reynd að hvetja til andúðar og ofbeldis. Hér erum við komin með ágætt dæmi um skautun í opinberri umræðu þar sem ábendingar um augljósa galla í hælisleitendakerfinu leiða til ásakana um skort á allri samkennd, rasisma og hvatningu til ofbeldis,“ skrifar Bjarni og áréttar að í lýðræðisríki verði skoðanaskipti að geta átt sér stað. Ásakanir aðjúnktsins í Háskóla Íslands séu fráleitar og dæmi sig sjálfar.
Færsla Bjarna þykir vera vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn sé að taka upp harðari stefnu í útlendingamálum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -