Föstudagur 29. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Búist við að 300 þúsund ferðamenn heimsæki 4000 manna bæ hér á landi næsta sumar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búist er við nærri 300 þúsund ferðamönnum með skemmtiferðaskipum til Ísafjarðar næsta sumar, en á Ísafirði búa tæplega 4000 manns.

218 skip hafa boðað komu sína til Ísafjarðar á næsta ári; áætlað að með þeim komi 245 þúsund farþegar og áhafnir þar að auki.

Á 35 daga tímabili er áætlað að komi að jafnaði 3.000 manns á dag til Ísafjarðar og einn daginn í sumar er búist við allt að 8.200 farþegum í land:

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri.

„Reynslan segir okkur að það verða alltaf einhverjar afbókanir,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og bætir við:

„Engu að síður er þetta alger metfjöldi og mun auðvitað reyna hér á innviði. Það er alveg augljóst. Þeir farþegar sem koma hingað fara alla leið í Arnarfjörð, að Dynjanda, og þeir fara hér inn í Djúp. Þannig að við erum að ná að dreifa þeim dálítið vel.“

Hún segir að í þessu felist tækifæri fyrir ferðaþjónustuna og fyrirtæki að skapa meiri afþreyingu fyrir þetta fólk:

- Auglýsing -

„Við auðvitað aðlögumst vel og það eru margir íbúar hér á Ísafirði sem fylgjast með listanum hjá Ísafjarðarhöfn og athuga hvenær skipin eru í höfn. Og ákveða að vera ekki að fara mikið niður í bæ þegar það eru fjögur, fimm skip í einu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -