Mánudagur 29. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Burt með bensínbílinn og þú sparar 10 þúsund á mánuði – Fáðu þér ís annan hvern dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Miðað við 213 krónur á lítrann, 8 krónur á kílóvattið, 15.000, krónur fyrir olíuskipti á ári og 12 þúsund kílómetra akstur á ári sparast 115.956,- árlega, eða 9.663,- mánaðarlega, með því að skipta út bensínknúnum Toyota Yaris fyrir rafknúinn Nissan Leaf. Alls myndu sparast 133.596,- ef Audi A6 væri skipt út fyrir Tesla Model S.

Gríðarleg aukning hefur orðið í sölu rafknúinna bifreiða undanfarinn áratug. Samkvæmt vef Samgöngustofu hafa selst 1944 rafmagnsbílar hérlendis og í fyrra höfðu selst alls 2925 ökutæki eingöngu knúin rafmagni á móti 11.333 díselknúnum ökutækjum og 9747 bensínknúnum. 

Kostir rafknúinna bifreiða umfram þeirra sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti, eins og hagkvæmni í rekstri og lægra kolefnisspor, virðast höfða til landans. Þó kostnaður við að knýja ökutæki séu ekki eini kostnaðarliðurinn í rekstri þeirra er áhugavert að sjá samanburðinn. 

Ís annan hvern dag!

Á vef Samgöngustofu kemur fram að meðalakstur fólksbifreiða sé 12.665 kílómetrar á ári og ef bensínbíll eyðir um 7 lítrum á hverja hundrað ekna kílómetra af ökumanni sem kaupir eldsneyti af þeim sem selur eldsneytið nú ódýrast á 212.9 krónur. Sá sem ekur rafmagnsbíl sem eyðir 18  kílóvattstundum á hverja hundrað kílómetra og greiðir 8 krónur fyrir hverja kílóvattstund sparar um 175 þúsund krónur árlega sem jafngildir næstum því stórum bragðaref í næstu ísbúð annanhvern dag allt árið.

Aðrir kostir rafmagnsbíla umfram þá sem notast við jarðefnaeldsneyti eru m.a. að vélbúnaðurinn samanstendur af færri hlutum sem geta bilað, þeir vinna töluvert betur úr orkugjafanum, rafmagnsvélar bregðast hratt við og eru mun hljóðlátari.

- Auglýsing -
Ekki gallalausir

Rafmagnsbílar eru þó fjarri því að vera gallalausir því að meðaltali er drægnin styttri en hjá bensínbílum, mun lengri tíma tekur að bæta á þá orkugjafa, þeir krefjast þess að hleðslustöðvar séu uppsettar á heimilum fólks eða að fólk þurfi að sækja sér hleðslu í hleðslustöðvar, hleðslustöðvar eru enn tiltölulega fáar sem gera langferðalög í tilfelli skammdrægari bíltegunda óheppilegar, rafhlöðurnar rýrna og munu að lokum þurfa endurnýjun með töluverðum tilkostnaði og þar sem rafbílatæknin er tiltölulega ný af nálinni liggja ekki fyrir eins áreiðanleg gögn um þá og olíuknúin ökutæki.

Mengun af rafhlöðum

Rafhlöðurnar sjálfar eru unnar úr efnum eins og litíum, nikkel, grafíti og kóbalti sem öll þarf að vinna úr jörðu með tilheyrandi mengun. Förgun þeirra er svo annað vandamál því séu þær einfaldlega urðaðar geta þær lekið eiturefnum og þungamálmum út í náttúruna. Gerðir þessara rafhlaða eru margar og því erfitt að koma á stöðluðum ferlum um förgun þeirra en þó eru einhverjir bílaframleiðendur og samtök farin að huga að bættri endurvinnslu og enn sem komið er eru rafhlöður rafmagnsbíla ekki hannaðar með endurvinnslu í huga.

Þróun rafbílatækninnar er ör og gefur til kynna að annmarkar þeirra muni vega minna er fram líða stundir. Aukning á sölu hreinna rafmagnsbíla sýnir að þeir eru komnir til að vera en hvort neysla ísrétta hérlendis hafi áhrif á sölu rafmagnsbíla skal hér ósagt látið.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -