Þriðjudagur 27. febrúar, 2024
2.8 C
Reykjavik

Býðst til að stíga til hliðar í von um að Valgerður dragi uppsögn sína til baka

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enginn einstaklingur er mikilvægari en SÁÁ. Þetta skrifar Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, í opið bréf sem hann hefur sent til stjórnar SÁÁ. Í bréfinu býðst hann til að stíga til hliðar í von um að Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, dragi sína uppsögn til baka.

 „Atburðarásin í dag er hröð, staðan er hættuleg og þá þarf að taka erfiðar ákvarðanir og ég hef ekki vikið mér undan því. En enginn einstaklingur er mikilvægari en SÁÁ. Mikill óróleiki er innan samtakanna og ég hef því ákveðið að bjóðast til að stíga til hliðar sem formaður í þeirri von að forstjórinn dragi uppsögn sína til baka og finni betri lausn á rekstrarvanda samtakanna,“ skrifar Arnþór m.a. í bréf sitt.

Hann skorar í leiðinni á stjórnvöld og almenning að standa með SÁÁ í erfiðri stöðu sem upp er komin.

Sjá einnig: Segir upp eftir 20 ár hjá SÁÁ

Arnþór lýsir rekstri meðferðarsviðs SÁÁ í bréfi sínu. Hann segir rekstrarkostnað hafa vaxið mjög.

„Kostnaður fer upp þótt afköst þjónustunnar standi í stað eða minnki jafnvel og ástæðan er ráðningar háskólamenntaðs starfsfólks til að mæta faglegum áherslum forstjóra sjúkrahússins Vogs. SÁÁ hefur mætt þessum stöðugt vaxandi útgjöldum með því að auka fjáraflanir sínar sem hafa vaxið samhliða útgjöldunum. Þetta jafnvægi milli vaxandi útgjalda á meðferðarsviði SÁÁ sem eigin fjáraflanir borga jafnharðan er auðvitað hættuspil. Stjórnvöld vita af þessari stöðu en láta það gott heita að SÁÁ starfi samkvæmt 12 ára gömlum þjónustusamningum,“ skrifar Arnþór í bréf sitt.

- Auglýsing -

Hann segir framkvæmdastjórn hafa undanfarið gert áætlanir sem eiga að draga úr „spennu“ en segir að stjórnendur á meðferðarsviði hafa gengið erfiðlega að halda sig innan ramma þeirra. Staðan versnar í ljósi útbreiðslu COVID-19. „Stór hluti af sjálfsaflafé SÁÁ hverfur í einni sviphendingu og eftir stendur SÁÁ með allt of dýran rekstur,“ skrifar Arnþór.

Bréf hans má lesa í heild sinni á vef SÁÁ.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -