Laugardagur 13. apríl, 2024
-2.9 C
Reykjavik

Edda Falak: „Ég svaraði þessum Arnþóri í hálfkæringi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég svaraði þessum Arnþóri í hálfkæringi enda er ég bundin trúnaði við þolanda. – ég hef engan áhuga á að taka þátt í einhverri pólitík innan SÁÁ.“

Þessa færslu skrifaði Edda Falak, stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, á Twitter í gærkvöld. Með færslunni deildi hún frétt Stundarinnar þar sem Kári Stefánsson sagðist hundrað prósent viss um að það væri ekki hann sem Edda vísaði í á samfélagsmiðli, hvar hún nefndi þjóðþekktan mann sem hafi keypt vændi af konu.

Edda ræddi við Stundina í gær og sagðist ekki ætla að greina frá því hver maðurinn væri. Upphaf málsins má rekja til færslu sem Edda skrifaði inn í Facebook-hópinn Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu; opinn hóp sem telur um 6.500 meðlimi.

Fárviðri innan SÁÁ

Frosti Logason, fjölmiðlamaður og einn stjórnarmaður SÁÁ, sendi í gær tölvupóst á aðra stjórnarmeðlimi þar sem hann sagði Eddu Falak hafa neitað því að Kári væri maðurinn sem um ræddi. Áður hafði Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður SÁÁ, sent töluvupóst á núverandi stjórnarmeðlimi þar sem hann gerði því skóna að verið væri að saka Kára Stefánsson um að hafa keypt vændi.

„Meðfylgjandi er skjáskot frá í gær 2. febrúar. Konur sem telja sig eiga um sárt að binda vegna ósæmilegrar framkomu einhvers frægðarmennis, munu líklega stíga fram og segja sögu sína. Ef marka má upplýsingarnar á myndinni gætu þolendurnir verið skjólstæðingar SÁÁ. Mér hefur verið sagt að gerandinn sé Kári Stefánsson. Getur þú staðfest við stjórn SÁÁ að svo sé ekki?,“ skrifaði Arnþór í tölvupóstinum, sem Mannlíf hefur undir höndum.

- Auglýsing -

Í framhaldinu dró Þóra Kristín Ásgeirsdóttir framboð sitt til formanns SÁÁ til baka og Kári Stefánsson steig til hliðar úr stjórninni. Þóra Kristín tók ákvörðunina skömmu fyrir fundinn þar sem kjósa átti nýjan formann SÁÁ. Ljóst var að hún gekk að formannsstólnum vísum, enda með yfirburðastuðning stjórnarmeðlima.

Í póstinum sem Frosti Logason sendi á stjórnarmeðlimi SÁÁ í kjölfar þess að Þóra Kristín dró framboð sitt til baka segir:

„Þóra Kristín og Kári Stefánsson hafa ákveðið að draga sig alfarið úr stjórn samtakanna vegna þeirrar ofbeldishegðunar sem Arnþór Jónsson og félagar hafa verið að sýna af sér í dag eins og á liðnum árum. Það skal tekið hér fram að Edda Falak hefur staðfest það við Arnþór að ekki sé um Kára Stefánsson að ræða í þessum orðrómi um vændiskaup sem hún var að fiska eftir á samfélagsmiðlum. Eftir stendur að ítrekað ofbeldi Arnþórs og félaga heldur áfram að eyðileggja fyrir okkar ágætu samtökum og það er miður.“

- Auglýsing -

 

Segist hafa svarað í hálfkæringi

Nú hefur Edda Falak gefið það í skyn á Twitter að hún hafi svarað spurningu Arnþórs í hálfkæringi. Hún segir einnig í samtali við Stundina:

„Ég ætla ekki að greina frá því hver þessi maður er. Ég svaraði konu úr stjórn SÁÁ og þessum fyrrverandi formanni SÁÁ í hálfkæringi, þetta var innihaldslaust svar af því að ég þarf ekki að svara fyrir neitt, enda er ég fyrst og fremst bundin trúnaði gagnvart þolandanum og í öðru lagi hef ég engan áhuga á að taka þátt í einhverri pólitík innan SÁÁ.“

Kári sagðist í samtali við Stundina vera hundrað prósent viss um að það væri ekki verið að tala um hann, öðruvísi en að fólk væri að skálda.

Í gær eftir að Þóra Kristín dró framboð sitt til baka og Kári Stefánsson steig niður úr stjórn SÁÁ, deildi Edda Falak fréttinni á Twitter með orðunum „Flott. Bless bæði tvö.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -