Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Dauðaleit að týnda ferðamanninum á gosstöðvunum – Ætlaði bara að taka nokkrar myndir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandaríski ferðamaðurinn Scott Estill, sem dauðaleit er nú gerð að, hafði gengið upp að gosinu ásamt konu sinn. Ákvað konan að snúa við vegna slagviðris við hraunkantinn austast í Merardölum en maðurinn ætlaði að dvelja aðeins lengur og taka nokkarar myndir, samkvæmt heimildum Mannlífs.

Estill, sem er 59 ára gamall, grannvaxin og vel á sig kominn, hefur nú verið týndur í sólarhring.

Hliðarmyndin af Estill var tekin í gær og er hann í þeim fatnaði sem hann var í þegar hann varð viðskila við konu sína. Hann er með með DSLR myndavél með litríkri hálsól og í brúnum gönguskóm.

Lögreglan biður þá almenning um hjálp. „Við viljum biðja þá sem muna eftir að hafa séð hann að skoða meðfylgjandi kort af gossvæðinu. Búið er að útbúa kortið með reitum og viljum við biðja ykkur um að setja X á þann stað þar sem þið sáuð hann, eða láta okkur vita um reit og númer og senda okkur skilaboð hér á Facebook eða hafa samband við 1-1-2. Vinsamlega deilið sem víðast.“

Slóðin er: https://www.facebook.com/lss.abending/posts/4237287772958299

- Auglýsing -

Hraunið er skelþunnt og sendi lögreglan á Suðurnesjum frá sér í gær yfirlýsingu um að það væri lífshættulegt að stíga á það.

Björgunarsveitir víða að af landinu leita nú að manninum og er búið að þaulleita á svæðinu þar sem síðast sást til hans auk þess sem búið er að víkka leitarsvæðið gríðarlega, allt að Keili og Sveifluhálsi. Ríflega 100 manns taka nú þátt í leitinni með drónum, fjórhjólum, hundum og hverjum þeim björgum sem henta til leitar. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar leitaði úr lofti í morg­un en fór til Reykja­vík­ur um klukk­an 12 en leitar aftur í dag.

- Auglýsing -

Aðstæður til leitar eru góðar, heiðskýrt og gott skyggni en nokkuð hvasst.

Leitað verður fram á kvöld áður en ákvörðun verður tekin um umfang hennar í nótt, samkvæmt heimildum Mannlífs, en enn er von um að hann finnist.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -