Föstudagur 26. júlí, 2024
11.4 C
Reykjavik

Líkur á öðru gosi aukast – Landris hafið að nýju á Reykjanesskaga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landris er hafið að nýju á Reykjanesskaga. Þetta sýna mælingar Veðurstofunnar en landsig sem mældist fyrstu dagana eftir nýjasta gosið, er lokið.

Ekki er hægt að segja hversu hratt landrisið er, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar en búast má við að innflæði kviku í kvikusöfnunarsvæðið sé meira en útstreymi úr gígnum. Bendir þetta til þess að annað gos sé yfirvofandi en það staðfesti Benedikt Ófeigsson, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga hjá Veður­stofu Íslands, í samtali við Vísi.

Í frétt RÚV um málið kemur fram að eldgosið hafi haldist stöðugt frá því að það hófst fyrir 13 dögum en áfram gís úr einum gíg. Mjög lítil jarðskjálftavirkni hefur mælsta síðastliðna viku.

Hraunið heldur áfram að renna í hægagangi til norðvesturs en um helgina rann í þriðja skipti hran yfir Grindavíkurveg. Þá safnast hraun áfram í hrauntjörn suðaustan við Sýlingarfell en tjörnin gæti tæmt sig að nýju og valdið þannig öðru áhlaupi næstu daga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -