Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Dauði Litlu kaffistofunnar stórlega ýktur: Rís upp á nýjan leik í Ágúst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir verða eflaust glaðir nú því nýir rekstr­araðilar hafa tekið  við rekstri Litlu kaffi­stof­unnar á Suður­lands­vegi. Í sumar bárust þær fréttir að Litla kaffistofan væri öll; hef­ur staðurinn verið tómur og harðlæstur síðan fjórtánda júlí, en þá lokuðu hjón­in Katrín Hjalta­dótt­ir og Svan­ur Gunn­ars­son staðnum eft­ir að hafa rekið hann um fimm ára skeið.

Ekki var talið líklegt að Litla kaffistofan myndi rísa upp frá dauðum, enda hefur Covid-faraldurinn gert öllum veitingarekstri hér á landi sem annars staðar lífið erfitt.

En nú er ljóst að Litla kaffistofan er ekki öll. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og

fengu þeir hús­næðið af­hent á þriðju­daginn og segj­a kunnugir að þeir hafi verið fljótir til framkvæmda; hófust strax handa af miklum krafti við að breyta og bæta staðinn að innan.

- Auglýsing -

Ekki er vitað hvaða aðilar hafa tekið við rekstrinum, en samkvæmt heimildum Mannlífs er hér á ferð reyndur hópur veitingamanna.

Búist er við því að Litla kaffistofan verði opnuð í næsta mánuði og mun það án efa gleðja marga enda staðurinn landsþekktur og vinsæll áfangastaður. Og hefur lengi átt afar dygga fastakúnna sem gleðjast væntanlega mjög.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -