Föstudagur 29. mars, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Dofri um brottnám dóttur sinnar: „Barnið er öruggt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barnavernd Reykjavíkur hefur óskað eftir upplýsingum frá Dofra Hermannssyni, formanni Félags um foreldrajafnrétti, um hvar hann heldur til með tíu ára gamla dóttur sína.

Stundin greinir frá. Dóttirin er í jafnri forsjá móður og föður og átti að snúa aftur til móður sinnar síðasta föstudag. Dóttirin er með lögheimili hjá móður sinni, en er hjá föður sínum aðra hverja viku. Mætti hún ekki í skóla í dag eða á föstudag.

„Barnið er öruggt,“ segir Dofri í samtali við Mannlíf. „Dóttir mín greindi skólanum frá andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu móður sinnar í síðustu viku. Og skólinn hefur tilkynnt barnaverndaryfirvöldum um það, og málið er komið í farveg hjá barnaverndarnefnd.“

Dofri sagði í samtali við Mannlíf að von væri á yfirlýsingu frá honum sem birtast myndi á Kvennablaðinu.

„Ég sendi því móðurinni skilaboð á föstudag, og sagði henni að á meðan málið væri í skoðun hjá Barnavernd, þá yrði dóttir okkar hjá mér,“ segir Dofri Þú sendir ekki barn sem beitt hefur verið ofbeldi aftur til geranda þess.“

Forræðis- og umgengnismál Dofra og fyrrum konu hans, Arndísar Steinþórsdóttur, hafa ítrekað ratað í fjölmiðla. Nú síðast stigu fyrrverandi stjúpdóttir hans og dóttir, þær Katrín og Kolfinna Arndísardóttir, fram æi forsíðuviðtali Stundarinnar og greindu frá ástæðum þess að þær slitu samskiptum við hann. Nokkrum dögum síðar var viðtal við Dofra í Kvennablaðinu og þar sagði hann meðal annars að það væri eins og barninu hans hefði verið rænt.

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu Kvennablaðsins segir Dofri fyrrum konu sína hafa beitt hann andlegu og líkamlegu ofbeldi í 16 ára sambúð þeirra. Og þegar hann tilkynnti að hann vildi ljúka sambandinu hafi hún sagt í vitna viðurvist að hún myndi eyðileggja samband hans við dætur þeirra og mannorð hans.

Hefur áhyggjur af systur sinni

„Við höfum miklar áhyggjur af henni, því við teljum að hún sé í mjög erfiðum aðstæðum. Við erum miður okkar,” segir Katrín við Stundina. “Dofri hefur nú verið tilkynntur til barnaverndar- og lögregluyfirvalda vegna málsins.Við treystum því að málið verði leyst farsællega af barnaverndaryfirvöldum.”

- Auglýsing -

Dofri er formaður Félags um foreldrajafnrétti, sem berst fyrir jafnri umgengni foreldra, og er meðlimur í Jafnréttisráði sem er ráðgefandi fyrir ráðherra í jafnréttismálum. Arndís er skólastjóri Háteigsskóla.

Samtalið við Dofra slitnaði áður en blaðamaður Mannlífs gat spurt hann frekar um hvar feðginin eru stödd.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -