Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Dómsmálaráðherra leiðréttir algengan misskilning: „Þetta er ólöglegt og úr því ætlum við að bæta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ætlar leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum; vill afnema bann við heimabruggun á áfengi til einkaneyslu.

Áform voru kynnt á samráðsgátt stjórnvalda í dag, en áfram verður þó óheimilt að framleiða áfengi með eimingu.

Kemur fram í greinargerð að almenningur sé lítt upplýstur um að heimabruggun áfengis til einkaneyslu sé refsiverður verknaður, og þá hafa félög verið stofnuð utan um heimabruggun og námskeið auglýst opinberlega, og því sé nú tímabært að endurskoða þessi lög:

„Þarna er nú verið að gera það löglegt sem er stundað mjög víða á heimilum að brugga sitt léttvín, sitt berjavín eða hvað annað sem fólk er að brugga til einkanota. Það er ólöglegt samkvæmt lögum. Þannig að við erum að lögleiða það sem augljóslega hefur verið upp í áratugi. Þannig að þetta er að þessu leyti lagabæting eða hreinsun,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við ruv.is.

Jón segir að ansi margir átti sig ekki á því að heimabrugg sé ólöglegur gjörningur:

„Meira að segja lögfræðingar sem eru í kringum mig. Menn spurðu, er þetta ekki örugglega löglegt? Nei það er nú ekki þannig. Þetta er ólöglegt og úr því ætlum við að bæta,“ segir Jón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -